Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 22
174
EIMREIÐIN
árslaun. Menntamálaráðherra ákveður, hverjir þessara launa
skuli njóta, eftir tilnefningu samkvæmt 4. gr.
Engum má veita laun eftir þessari grein, sem yngri er að ár-
um en fertugur.
4. gr. — Heimspekideild háskólans, eða fimm menn, seni
hún velur til, og menntamálaráð, hvor aðili í sínu lagi, skulu
gera tillögur um það, hverjum veita skuli listamannalaun
eftir 3. gr. Skal hvor aðili gera í fyrsta sinn tillögu um fulla
tölu manna í hvern launaflokk. En síðan skal hvor aðili til-
nefna tvo menn til hverra listamannalauna, sem laus verða til
veitingar.
Sækja má urn listamannalaun, einnig fyrir hönd annars
manns. En tilnefna skal menn til launanna og veita þau án
tillits til þess, livort umsókn hefur komið fram eða eigi.
5. gr. — Meta skal þetta við veiting listamannalauna eftir
3. gr. og hafa hliðsjón af, að öðru jöfnu:
a) hversu arðbær sú listgrein er almennt, sem maður legg-
ur stund á,
b) hvort maður gegnir föstu starfi og hversu vel launuðu,
c) hvort maður hefur eftirlaunarétt.
d) hvort maður hefur verulegar tekjur af eignum eða fjár-
afla utan sinnar listgreinar.
6. gr. — Veiting listamannalauna skal fylgja sami réttur og
veiting embættis, eftir því sem við getur átt, en án aldurs-
hámarks og án eftirlauna til maka, enda greiðist ekki lífeyr-
issjóðsgjald af listamannalaunum. — Ráðherra getur svipt
menn listamannalaunum, sem veitt eru eftir 3. gr., ef maður-
inn gerist sekur um afbrot eða mjög vítavert framferði.
7. gr. — Listamannalaun eftir 3. gr. skulu falla til veitingar
á ný, ef svo verður:
a) að maður hverfur úr landi, nema til þess sé að geta betur
stundað list sína í íslenzka þágu, og metur ráðherra það,
b) að maður tekur við föstu starfi með árslaunum, sem
svara til 8. launaflokks opinberra starfsmanna eða meira. — Þ0
má tilnefna mann til hinna sömu listamannalauna eða ann-
arra og veita honum á ný.
8. gr. — Listamannalaun skal greiða hverju sinni með sömu
uppbót eftir vísitölu og laun opinberra starfsmanna. Verði al-