Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Page 28

Eimreiðin - 01.07.1956, Page 28
180 EIMREIÐIN með úthlutunina er jöfn og söm, hvernig sem að er farið. Svo hefur það verið og mun enn lengi verða. Þó mundi nokk- uð úr þessu draga, ef Alþingi samþykkti nú ofangreindar tillögur. Enginn dæmir listaverk svo, að öllum líki. Listin er hlut- ur, sem eigi er hægt að mæla eða vega eða reikna út.. Þott oft hafi komið fram „stefnur" og „straumar" og „skólar og reglur, sem listamenn áttu að fara eftir, þá hefur það alh reynst fánýtt. Miklir listamenn koma jafnharðan fram, eins og stórhveli yfir stefnur og strauma, þverbrjóta allar reglur og sýna og sanna fánýti þeirra, svo að ljóst verður, að listaverk verður eigi mælt eða dæmt eftir gömlum eða nýjum reglum. Listin lætur eigi binda sig og verður aldrei kennd, þótt sumir haldi öðru fram, því að hún er ætíð ein- hver nýsköpun. Þess vegna standa allir, lærðir og leikir, næsta líkt að vígi við að dæma hana. Vegna þess birtast svo margs konar dómar um hana og enginn getur sagt með sanni, að hans dómur sé réttari en annarra. Þó eru til „mikhr menn“, sem eigi geta samþykkt þetta, því að þeir einir vita allt; þetta er ein af rótum óánægjunnar. Og önnur er sú, sem felst í metnaðargimd listamannanna sjálfra eða vina þeirra, því að hverjum þykir sinn fug| fagur eða fegurstur. Metnaðargimd er ágæt, ef eigi fylg^1 öfund og illgirni, sem oft vill verða. Eitt ráð er til, sem gæti upprætt mikið af þessari óánægjm og það er að fella niður alla fjárveitingu til listamanna. Sumir segja, að þetta sé gott ráð og hið eina rétta. Það eru þeir, sem geta lifað af brauði einu saman og hafa alla tíð séð eftir hverjum eyri, sem hefur gengið til listamanna. Má vel vera, að ráð þeirra sé rétt og einhlítt til þess að slá niður úlfúð og öfund á meðal listamanna og ósvífni vina þeirra. Einhvern veginn myndu listamenn hjara, þótt þeir fengju eigi þessa slettu frá Alþingi. Og margir, sem sækja um „styrk- inn“, þurfa hann ekki lífsnauðsynlega, en þeir sækja samt um hann af því, að hann hefur á sér öll einkenni einkunna- gjafar, og margt fólk mun hafa „einkunnina" í huga, þegar það kemur á bókamarkaðinn, en þar er annar bardagmu háður, Einnig munu ókunnugir útlendingar fara eftir þessu

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.