Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 68

Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 68
EIMREIÐIN ætlaði hún að halda tafarlaust til Vesturvíkur, þetta hafði reynt svo mikið á taugarnar. Að hagnast um tvö pund á viðskiptum, sem virtust nokk- um veginn áhættulaus, það átti nú við hann Dai, og hann lét það meira að segja eftir sér að taka upp léttara hjal. „Sjáum til, Megan! Þú hefur þó ekki komið auga á ein- hverja híbýlaprýðina þama í Vesturvík? Brókarklæddan skartgrip, ha?“ Og svo hló hann. Það leit vitanlega ekki sem bezt út, en samt sem áður hélt hún af stað, svo að lítið bar á, daginn eftir. Hún hélt til bað- strandarinnar, lét sig ekki muna um að greiða það okurgjald, sem þeir á dvalarheimilinu kröfðust og lagði síðan leið sína í helztu tízkuverzlun bæjarins. Og áður en klukkustund var liðin, hafði hún eytt tíu pundum. Það gekk hún lengst, að hún keypti sér hárauðan kjól og handtösku í sama lit. Þrem næstu dögum eyddi hún að mestu leyti í verzlunum, og smám saman endurheimti hún trú sína á hamingjuna. Fyrst um helgina hafið hún tekið aftur gleði sína að fullu. Hún fór að skoða sig um í fjörunni og á hafnargarðinum og spurði sjálfe sig, hvort hún væri ekki hingað komin til að athuga menn, sem ynnu ofanjarðar, — því að það skyldi hún ekki láta henda sig aftur að giftast náunga, sem kæmi skríðandi upp úr námugöngum, kolsvartur upp fyrir haus. Vesturvík er dásamlegur sumardvalarstaður. Hún sat og gæddi sér á ískökum, og kvöld nokkurt fór hún til Cheddar til að skoða hina frægu dropasteinshella. Hún hélt sig utan við hópinn, en tók eftir því, að maður nokkur veitti hennt meiri athygli en kristöllunum í hellinum. Og viti menn. Á heimleiðinni hittist svo á, að hann sat við hlið henni í al- menningsvagninum. Þau tóku tal saman. Hann var frá Birm- ingham, en honum þótti ekki hið minnsta til hellanna koma. sagði, að hellarnir þarna austur á Indlandi væru ólíkt til- komumeiri. Þetta var geðþekkur maður og hæglátur — talaði svo greind- arlega. Hafði orðið að halda heim frá Indlandi vegna mýra' köldunnar. Hann var rafvirki og starfaði nú við verksmiðju í Birmingham. Hann var hár vexti og holdskarpur og virtist einmana, þráði sennilega, að einhver tæki hann að sér, en þó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.