Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 70
222
EIMREIÐIN
skilið, að liún bæri sorgarbúning hans vegna, eins og hann
hafði alltaf komið fram við hana.
Það hittist þannig á, að enginn maður var á ferli á götunni.
Hörundsbrún af sól og í bezta skapi stakk hún lyklinum í
skráargatið á útidyrahurðinni. Hún nam staðar í húmguðum
ganginum, rétt fyrir innan þröskuldinn. Var þetta mús? Svo
starði hún fram fyrir sig og lét handtöskuna rauðu detta á
gólfið.
Eldhússhurðin fyrir enda gangsins þokaðist hægt frá stöf-
um. Hönd með tveim fingrum lagðist á hurðarhúninn. Hún
sá það skýrt og greinilega, þótt húmgað væri. En ekki megn-
aði hún að reka upp liljóð. Hún kiknaði í hnjáliðunum og'
hneig niður á gólfið. Og enn starði hún án afláts. Dyrnar
stóðu nú upp á gátt, og þar birtist vofa Sams, grá og þögul,
og einblíndi á hana. Hann var kinnfiskasoginn og eim.yrja
brann í augum hans. Þetta var Sam og þó ekki Sam. Henni
var ógerlegt að líta undan brennandi augnaráði lians. Þau
störðu hvort á annað eilífðartíma, að henni fannst. Og skyndi-
lega heyrði hún vofuna hvæsa úr órafjarlægð.
„Hunzkastu við að standa í lappirnar!"
„Sam,“ kjökraði hún.
„Jú, þú skalt fá að sjá hann Sam!“ Hann beit í sundur orð-
in. „Þú skalt fá að segja honum fréttirnar úr henni Vestur-
vík . .
En hún var fallin í öngvit.
Megan bjóst ekki við að lifa það, að hún gleymdi því augna-
bliki, þegar fingurnir tveir birtust henni í dyragættinni. Su
sýn hafði brennt sig inn í meðvitund hennar. Þegar hún
rankað við sér, lá hún á eldhúsbekknum. Svo kynlega brá við,
að Sam gerði hvorki að lemja hana né skamma. Augu hans
hvíldu á henni öðru hvoru, og henni þótti sem það væru dauðs
manns augu. Hann var enn fölur og grár eftir kviksetning-
una — og holdskarpari, og í augum hans brann fölskvuð glóð
— rétt eins og hann hefði ekki að fullu tekið sér bólfestu
aftur í þessum heimi.
„Var . . .“ Hún hvíslaði orðunum. „Var þér bjargað?"
„Einmitt. Mér var lijargað," svaraði hann hranalega. „Mér
einum.“