Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 65
LOKAHRÍÐIN
217
Þó að Wales sé hluti af Bretlandi, eru ibúar þess héraðs að
ýmsu sérsteeðir. Hinir velsku rithöfundar, sem fram hafa komið
eftir 1920, þykja skera sig úr meðal brezkra skdlda. Það fólk og það
lif, sem þeir lýsa, þótti svo mjög á annan veg en brezkir ritdóm-
endur og lesendur áttu að venjast, að bókum þeirra var tekið af
allmiklu fálœti. Meðal þessara höfunda munu þeir kunnastir, Rhys
Davies, sem skrifað hefur þá sögu, sem hér kemur fyrir sjÓ7iir ís-
lenzkra lesenda, Richard Llewellyn, höfundur hinnar vinscelu skáld-
sögu Grcenn varstu dalur, og Dylan Thomas, sem um var getið í
fyrsta hefti þessa árgangs Eimreiðarinnar.
lihys Davies fceddist árið 1903 í einu af mestu kolanámu-
héruðum Wales, Rhonddadalnum. Fram að tvitugu var hann i átt-
högum sinum, en fór siðan til Lundúna og hóf baráttu sína sem
rithöfundur. Hann hefur skrifað bceði langar og stuttar sögur, en
þó að ýmsar af hinum löngu sögum hans þyki góður skáldskapur,
munu smásögur hans bera af. Sumar þeirra þykja með þvi allra
snjallasta, sem i þeirri listgrein hefur verið skrifað á enska tungu.
Ritstj.
staðar að. Og hvers vegna skyldi hún ganga svartklædd? Svart
gerði hana guggna.
Það var e£ til vill að vissu leyti eðlilegt, að hugsanir Megan
höguðu sér svo óeðlilega. Sam hafði alltaf verið sínkur á
peninga, þegar hún var annars vegar; hann var allur í hunda-
veðhlaupunum; ekki drakk hann, það var ekki það, og aldrei
hafði hann barið hana. Hann var kallaður Sam tvífingraði,
því að hann hafði áður lent í námuslysi og misst þrjá fingur
af annarri hendi. Það kynlega var, að þeir tveir, sem eftir
voru, urðu með tímanum gripharðir eins og járntengur.
Það voru nú tvö ár síðan þau þutu í spretti upp að altar-
mu, en strax nokkrum mánuðum eftir brúðkaupið varð henni
Ijóst, að þetta hafði verið gönuhlaup. Á meðan hann var á
biðilsbuxunum hafði hann spígsporað, stoltur sem hani, við
hlið henni, og hún hafði haldið, að hann væri svona ánægður
°g hreykinn af að vera með henni. Sem eiginmaður hafði
hann brátt gerzt ráðríkur og drottnunargjam, og þegar hún
hvartaði yfir því, að hann héldist aldrei heima, svaraði hann:
..Heldurðu, að maður geti gert veðhlaupabraut fyrir hund-
ana heima í stofunni hjá sér? Sef ég kannske ekki heima með