Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 32
184
EIMREIÐIN
Maðurinn kastaði frá sér verkfærinu, kom hlaupandi til
mín út að girðingunni og brosti vingjarnlega.
„Já, það ert þú, Davíð,“ sagði hann og rétti mér hlýja, góða
höndina. „Komdu blessaður og gerðu svo vel að líta inn. En
hvað þú varst vænn að muna eftir mér.“
„Það er bezt að segja sannleikann," sagði ég, „ég var alls
ekki að heimsækja þig, góði kunningi! Þetta var hreinasta
tilviljun. Ég er að leita að manni, sem mér er sagt að búi
hér nálægt, og svo sá ég þig, án þess að þekkja á þér bakið,
og ætlaði að spyrja til vegar."
„Nei við höfum sjálfsagt ekki oft hugsað hvor til annars
öll þessi ár, síðan þú hvarfst héðan,“ sagði Sverrir. „En fyrst
forlögin ráku okkur loksins sarnan, þá komdu inn snöggvast
eða lengi, eftir því sem það nú vill verða. Ég er einn heima
í dag, konan fór með báða krakkana upp í sumarbústað til
vinkonu sinnar. Ég gef þér kaffi eða mjólk eða þá ekkert, ef
þú vilt ekkert." Hann hló við, — ekki eins og hann hafði gert
síðustu tvö til þrjú árin, áður en hann hvarf mér, heldur
eins og í gamla daga, þegar við vorum saman í skóla. Það
var mjög gleðilegt að heyra það.
Við gengum inn, og ég leit á íbúðina, snotra og þó íburð-
arlitla. Hann átti hana, og ég fann, að hann var ánægður —
og að honum leið vel. Þar sem ég vildi engar góðgerðir x
mat eða drykk, gengum við aftur út í garðinn og fengum
okkur þar sæti. Mig langaði til að tala við hann og vita um
hagi hans, fá að vita, hvemig hamingja lífsins hafði snúizt
að honum á ný.
„Þegar við skildum síðast,“ sagði ég formálalaust, „var margt,
sem að þér amaði. Konan þín, það er þó, vænti ég ekki“ — —
„Nei, nei,“ greip hann fram í fyrir mér. „Konan mín heit-
ir María Jónsdóttir og er frá Akureyri.“
„Það liggur við, að mér þyki vænt um það,“ sagði ég,
„því að ég held, að h i 11 hefði aldrei gengið svona vel.“
Ég hló við.
Hann leit á mig, og mér sýndist eins og dimma yfir and-
liti hans. En áður en ég gat afsakað mig, brosti hann.
„Ég ætla að segja þér stutta, einkennilega sögu,“ sagði
hann. „Ég hef engum sagt hana áður, en nú finnst mér ég