Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 16

Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 16
168 EIMREIÐIN sönnun þess, að við séum og viljum verða norræn menningar- þjóð, sem þekkir og metur helztu afrek frænda sinna og nágranna í íþrótt orðlistar og skáldskapar. VII. Að gömlum sið skal að lokum reynt að lýsa manninuni Martin A. Hansen. Hann var lágur vexti, en þéttur á velU» heldur þungfær og seinn í svifum, hæglátur og eins og feim- inn í framgöngu, en fagureygur og svipmikill, svo að engum duldist persónuleiki hans, festa og íhygli. Honum virtist stirt um mál í fyrstu vegna hæglætis og hógværðar, en gerðist hress og glaður í samtali, spurði þá margs og hafði yndi af að segja frá, ef áheyrendur kunnu að hlusta og létu eftirvænt- ingar gæta í þögninni. Þá varð frásögn Martins A. Hansens eins og þráður, sem raknar af sjálfum sér og reynist meiri og lengri en nokkur getur við búizt. Hann ræddi bókmenntir og menningarmál af mikilli leikni, var kíminn og hnyttinn, lofaði varlega, en fordæmdi naumast, leyndi vel skapsmun- um sínum og lét niðurstöðuna fremur kennast en skella í tönnum. Aðdáun hans varð ríkust og opinskáust, ef hann var inntur eftir fögrum stöðum, sem frá segir í bókum hans, og var þá för upplifunarinnar og hrifningarinnar oft heitið til Nor- egs, sem honum fannst meira til um en nokkurt land annað að Austur-Sjálandi undanskildu og einhverjum dönskum eyjum, sem undirritaður þorir ekki að staðhæfa, hvort til séu í skáldskap eða veruleika. Martin A. Hansen var glað- lyndur alvörumaður og bóndi af hug og hjarta, þó að heim- ili hans væri lengst af við borgarstræti. Það er á orði haft hvílíkur vinnugarpur hann var til ritstarfa. Bækur hans urðu til með þeim hætti, að hann lokaði sig inni löngum stund- um, vann myrkranna milli og unni sér vart svefns eða matar fyrr en sigur var unninn. Þá varð hvíldin oft sú að ferðast, kanna nýjar slóðir eða rifja upp gömul og góð kynni af lönd- um, sem voru honum hugstæð í endurminningunni. Martin A. Hansen var í tölu þeirra kappsmanna, er ætla sér ekki af og sýna sjálfum sér enga tillitssemi. Hann sleit sér út og þý* meira, sem hann var samvizkusamari og vandlátari en flestir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.