Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 36
188 EIMREIÐIN strigaskó eða kannske það hafi verið öflugir gönguskór, — berhöfðuð, hárið dökkt, sló á það rauðum blæ. Ég hafði aldrei séð hana áður — en þó fannst mér ég kannast við hana. — Ég hef aldrei séð fallegri stúlku og sé áreiðanlega aldrei hennar líka. Ég leit snöggvast á hana. Alla þessa leið hafði ég aldrei litið á neinn í vagninum, nema einu sinni á þann langa, er sat hjá mér. Ég ýmist horfði út um gluggann eða niður á gólfið. Nú virti ég snöggvast fyrir mér stúlkuna, og mynd hennar festist óafmáanlega í huga minn. Ég man ekki útlit neinnar manneskju betur enn þann dag í dag. Dökkt hárið, sem rauðleitum blæ sló á, fölt andlit, nokkuð langleitt, fagurt enni, dökkar brúnir, blágræn augu, ákaflega skær — og í þeim einhver ógurleg sorg, þrá og ótti. Hvað var að? Fallegur, nokkuð stór munnur, vel formuð haka með vott af spori í. Hvar hafði ég séð hana? Há og vel vaxin, grönn en ekki mjó. Hún leit á mig, ekki snögglega, en horfði ekki á mig, og ég sá, að hún þekkd mig ekki. Ég gat ekki stillt mig um, mér til mestu undrunar, að hneigja höfuðið lítið eitt í kveðjuskyni af því að hún horfði þannig á mig nokkur augnablik; kannske vottaði fyrir örlitlu brosi á þessum vör- um hennar, sem lýstu sterkum ástríðum — ef út í það færi — Svo stóð hún upp og gekk út úr vagninum. Ég sat eftir. „Ætlið þér ekki að drekka hér kaffi?“ kallaði fararstjór- inn inn til mín. „Hér á að drekka kaffi.“ „Ef það er skylda," sagði ég, „þá er það sjálfsagt." „Nei, nei, það er engin skylda," svaraði maðurinn, „nei, nei, en þér hafið gott af því að fá yður kaffisopa.“ Ég fann, að þetta var rétt, enda var ég nú orðinn dálítið svangur, aldrei þessu vant. Ég fór út úr vagninum, leit á hinn mikla, fagra foss og gekk svo inn í skálann með fararstjóranum. Þótt undarlegt megi virðast, séð út frá þáverandi sálarástandi mínu, leit ég yfir hópinn. Jú, þarna sat hún ein við lítið borð. Hún horfði stöðugt út um gluggann, er sneri að fossinum, meðan hún beið eftir því, sem hún hafði pantað. Ekkert sæti var til þeim megin í salnum. Ég settist hinum megin í stofunni. Ég var ekki svo langt kominn út úr mínu sálarlega öngþveiti,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.