Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Side 36

Eimreiðin - 01.07.1956, Side 36
188 EIMREIÐIN strigaskó eða kannske það hafi verið öflugir gönguskór, — berhöfðuð, hárið dökkt, sló á það rauðum blæ. Ég hafði aldrei séð hana áður — en þó fannst mér ég kannast við hana. — Ég hef aldrei séð fallegri stúlku og sé áreiðanlega aldrei hennar líka. Ég leit snöggvast á hana. Alla þessa leið hafði ég aldrei litið á neinn í vagninum, nema einu sinni á þann langa, er sat hjá mér. Ég ýmist horfði út um gluggann eða niður á gólfið. Nú virti ég snöggvast fyrir mér stúlkuna, og mynd hennar festist óafmáanlega í huga minn. Ég man ekki útlit neinnar manneskju betur enn þann dag í dag. Dökkt hárið, sem rauðleitum blæ sló á, fölt andlit, nokkuð langleitt, fagurt enni, dökkar brúnir, blágræn augu, ákaflega skær — og í þeim einhver ógurleg sorg, þrá og ótti. Hvað var að? Fallegur, nokkuð stór munnur, vel formuð haka með vott af spori í. Hvar hafði ég séð hana? Há og vel vaxin, grönn en ekki mjó. Hún leit á mig, ekki snögglega, en horfði ekki á mig, og ég sá, að hún þekkd mig ekki. Ég gat ekki stillt mig um, mér til mestu undrunar, að hneigja höfuðið lítið eitt í kveðjuskyni af því að hún horfði þannig á mig nokkur augnablik; kannske vottaði fyrir örlitlu brosi á þessum vör- um hennar, sem lýstu sterkum ástríðum — ef út í það færi — Svo stóð hún upp og gekk út úr vagninum. Ég sat eftir. „Ætlið þér ekki að drekka hér kaffi?“ kallaði fararstjór- inn inn til mín. „Hér á að drekka kaffi.“ „Ef það er skylda," sagði ég, „þá er það sjálfsagt." „Nei, nei, það er engin skylda," svaraði maðurinn, „nei, nei, en þér hafið gott af því að fá yður kaffisopa.“ Ég fann, að þetta var rétt, enda var ég nú orðinn dálítið svangur, aldrei þessu vant. Ég fór út úr vagninum, leit á hinn mikla, fagra foss og gekk svo inn í skálann með fararstjóranum. Þótt undarlegt megi virðast, séð út frá þáverandi sálarástandi mínu, leit ég yfir hópinn. Jú, þarna sat hún ein við lítið borð. Hún horfði stöðugt út um gluggann, er sneri að fossinum, meðan hún beið eftir því, sem hún hafði pantað. Ekkert sæti var til þeim megin í salnum. Ég settist hinum megin í stofunni. Ég var ekki svo langt kominn út úr mínu sálarlega öngþveiti,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.