Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 81
ERLENDAR BÓKAFREGNIR
233
Síðasta bók hennar, sem nefnist
Sjö dagar og sjö nætur (Syv dager
°g netter), virðist gædd hinni sömu
skáldlegu innsýn og hnitmiðun.
k iðfangsefni sögunnar er að vísu
ekki nýtt. Eveline, sem er mjög
''analeg lnismóðir, flýr frá manni
S|num, sem henni finnst vera bæði
daufur og leiðinlegur, og börnum
sínum — til þess að geta búið í
etna viku með lækni nokkrum, sem
hefur mikið orð á sér sem kvenna-
ntaður og flagari. En Solveigu
^hristov tekst að gæða frásögnina
einstöku fjöri og orku. í þessu
rCvintýri sínu upplifir Eveline al-
sælu ungrar, ástfanginnar stúlku,
hita kynferðishvatanna og loks
heiskju vonbrigðanna. Hún hlýtur
snúa aftur til hins daufa og
hversdagslega eiginmanns síns.
hlskhugi hennar, Alex, kemst þá
a® raun um, að þetta hefur ekki
verið honum neitt venjulegt ævin-
lyri — og án árangurs reynir hann
a!') telja Eveline á að koma aftur
hl sín. Alex finnur nú raunveru-
eSa sjálfan sig. „Þú hefur notað
hina dánu stúlku, sem þú hélzt
a® þú hefðir elskað forðum," segir
einn af vinum hans við hann, „sem
afsökun fyrir hóglífi þínu og svalli
" °S sem átyllu fyrir að neita að
takast á herðar ábyrgð lífsins."
Sjö dagar og sjö nætur er lítil
en vel sögð saga, sem er þrungin
sannfærandi magni. Virðast norsk-
Sagnrýnendur sammála um, að
Pessi bók lofi mjög góðu um rit-
öfundarferil Solveigar Christovs.
england.
í Lundúnum kom fyrir skömmu
siðan út fyrsta bók ungs rithöf-
J^dar, að nafni Colin Wilson.
ann er sonur verkamanns í skó-
verksmiðju og að mestu leyti sjálf-
menntaður. Bók þessi nefnist á
frummálinu The Outsider (Sá, sem
er utangátta), og sjaldan eða aldrei
hefur fyrstu bók ungs rithöfundar
verið tekið af slíkum fögnuði og
ákefð af hinum frekar hörðu gagn-
rýnendum og bókmenntaspeking
um Lundúna. Cyril Connolly, einn
af kunnustu gagnrýnendum Breta.
segir meðal annars í Sunday Times:
„Sem fyrsta bók höfundar er þetta
ein af þeim merkilegustu, sem ég
hef lesið.“ Philip Toynbee, sem
einnig nýtur mikils álits og starfar
sem bókmenntagagnrýnandi hjá
vikublaðinu Observer, sagði um
bók þessa: „Bók Wilsons er tæm-
andi, bráðsnjöll og gáfuleg athug-
un á táknrænu vandamáli þeirra
tíma, sem við lifum á. .. . Verk
þetta má heita furðulegt afrek."
Ein meginástæðan fyrir því, að
enskir bókmenntagagnrýnendur,
sem við fyrstu bók eru venjulega
heldur sparir á hrósyrði sín um
höfunda, tóku þessari bók svo
óvenjuvel, var hin furðulega þekk-
ing, sem Wilson virðist hafa á
verkum slíkra manna sem Bern-
ards Shaw, Nietzches, Tolstoys,
Dostoevskijs William Blake, Ge-
orges Fox, H. G. Wells, Henris
Barbusse, Hermanns Hesse, T. S.
Eliots, T. E. Hulmes, Kierkegaards,
Kafkas, Gurdjieffs og Ramakrishna,
svo að ekki séu fleiri taldir. Það,
sem einkum gefur bókinni gildi, er
þó miklu fremur hitt, að Wilson
virðist nota þekkingu sína á ævi
og verkum þessara manna sem lita-
spjald til þess að draga upp mál-
verk af eins konar ósýnilegum
manni, sem hefur skapað og á eftir
að endurskapa þá liugmynd, sem
maður 20. aldarinnar hefur um