Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Side 44

Eimreiðin - 01.07.1956, Side 44
196 EIMREIÐIN að bera fram ósannindi — og þúsundir kjósenda hafa tamið sér að líta á allt, er stendur í flokksblöðum þeirra eða fraffl gengur af munni einhverra af forystumönnum flokksins seffl óhagganlegt lögmál til eftirbreytni við hvers konar mikil' vægar kosningar, þá er stutt að því gerði, sem skilur lýðræðt og einræði. Er það svo óhugsanlegt, að flokkur, sem ætti öðr- um ófyrirleitnari foringja, færi yfir þetta gerði — og forystu- mennirnir, sem einir mættu tala í heyranda hljóði, flyttn ávarp til þjóðarinnar, þar sem þeir tjáðu henni — við dynj- andi húrrahróp og lófaklapp hrifinna fylgismanna —, að þel1 hefðu orðið að taka um stundarsakir öll völd í sínar hendur, til þess að koma í veg fyrir harðstjórn þeirra, sem setið hefðu á svikráðum við frelsi og réttlæti? IV. Þung refsing liggur við því að stela fjármunum manna, hvort sem þar er gengið beint að verki eða beitt lævísi og fölsunum. Þeim, sem slíkan verknað fremja, er refsað með fangelsisvist og sviptingu borgaralegra réttinda, þar á meðal kosningarréttar og kjörgengis. Og við því liggja sektir að skerða æru náungans í ræðu eða riti. En daglega heyrum við það eða sjáum og umberum það yfirleitt með hugarró, að með fölsun staðreynda, ýkjufrásögnum og beinlínis ósannind- um sé hnuplað sannfæringu manna, skert frelsi þeirra til mynda sér skoðun í krafti skynsamlegra raka — og þar með gengið í berhögg við dýrmætustu eign mannkynsins, jafn- réttishugsjónina, mannhelgina, sem er grundvölluð á guðleg' um uppruna mannsinsl Hvenær mundi svo tími til þess kominn, að það verði að minnsta kosti látið sæta álíka vítum að falsa staðreyndir og að falsa ávísun á banka, að það þyki jafnvel ívið meira brot að rupla sannfæringu manns en að stela frá honum skóhlíf- um — að allir, sem með réttu fordæma æru- og líkamsmeið| ingar, geti orðið sammála um þá kröfu, að ekki liggi vægar1 refsing við skerðingu þeirra réttinda, sem maðurinn eiffl1 nýtur vegna andlegra yfirburða sinna yfir allar aðrar skepn- ur jarðarinnar.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.