Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 86

Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 86
238 EIMREIÐIN í því saíni fjölluðu um börn og sjó- menn, og sumar sögurnar um börn- in eru betri list og fegurri skáld- skapur en menn virðast almennt hafa gert sér grein fyrir. Hin nýja bók Jónasar, Sjór og menn, flytur langa smásögu, sem heitir Tíðindalaust í kirkjugarðin- um, níu þætti, sem gerast á íslenzk- um fiskiskipum — frá togurum og niður í trillur — tvær hugleiðing- ar — og loks eitt kvæði. í smásögu sinni missir Jónas marks, hvort sem á söguna er litið sem áróður eða skáldskap. Þó að Eiríkur sé einmitt maður af því tæi, sem Jónasi ætti að láta að lýsa, heill og frumstæður sjómaður, J)á tekst honum ekki að blása í hann lífi, og þær persónur, lifandi og dauðar, sem Eiríkur gamli á í höggi við, verða ennþá síður svo mannlegar, að við sé unandi. Jónasi Arnasyni virðist láta svo miklu betur samúð en andúð, að hann njóti sín vart, ef andúðin kemur verulega við sögu. Þá skal vikið að ádeilugrein- unum. Þær eru skrifaðar í anda þeirra viðhorfa, sem Jónas Arna- son fylgir í stjórnmálum, og orka þess vegna ærins tvímælis frá sjón- armiði fjölmargra, en tvennt kemur fram í þeim, sem öllum þjóðholl- um og sannsýnum mönnum hlýtur að vera að skapi. Annað er sú krafa, að menn lifi í sem mestu samræmi við játningar sinar, hitt er sú djúpa og einlæga virðing, er liann ber fyrir þeim störfum, sem eru grundvöllur farsæls llfs og framtíðarheillar í þessu landi. En merkustu þættir bókarinnar eru frásagnir og lýsingar höfundar- ins af sjónum. Það er auðsætt, að liann hefur notið mjög ynnilega þess félagsskapar, sem hann hefur Jjar verið í. Eiimig verður ljóst, að honum hefur verið nautn að ham- förum sjávarins og dásemdum stim- arlegrar veðurblíðu — og að hon- um hefur runnið í blóð æsandi hrvnjandi liins iðandi og stríðandi lífs, sú ögrunarkennda baráttu-, starfs- og veiðigleði, sem verður flestum sönnum sjómönnum ótrú- lega fróandi uppbót alls þess, sem þeir fara á mis við af fjölbreytilegri velsæld Jieirra, sem taka allt sitt á þurru. Raunar eru þættir hans oft full hraflkenndir og lausir í snið- um, myndirnar sumar dregnar af nokkru liandahófi, bæði af um- liverfi og mönnum, og stíllinn dá- lítið yfirborðslegur á köflum — of mikið í honum af handaslætti þess, sem ekki er til fulls búinn að læra sjóstöðuna, en rnargt er þarna gætt lífi og mörgum skemmtilegum svip- myndum brugðið upp, og oft er yfir frásögninni ferskur og saltur eim- ur sjávar, athafna og látlausrar og raunverulegrar karlmennsku. Ef Jónas Arnason setti sér þrengri og gleggri takmörk og gæfi sér tóm til dýpri innlifunar, mundi hann trú- lega ná í lýsingum sínum á sjó- mönnum og sjómannallfi jafn ein- lægri samlöðun samúðar sinnar og glöggskyggni eins og í beztu sögun- um í Fólki — sögunum um börnin. Gnðm. Gislason Hagalín. Jóhannes úr Kötlum: SJO- DÆGRA. Bókaflokkur Máls og menningar 1955. Ljóðabók Jóhannesar úr Kötlunt, „Sjödægra", sem út kom í fyrra- haust, markar að ýmsu leyti tíma- mót í skáldskap lians. — Höfundur- inn meðgengur I eftirmála, að hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.