Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Side 86

Eimreiðin - 01.07.1956, Side 86
238 EIMREIÐIN í því saíni fjölluðu um börn og sjó- menn, og sumar sögurnar um börn- in eru betri list og fegurri skáld- skapur en menn virðast almennt hafa gert sér grein fyrir. Hin nýja bók Jónasar, Sjór og menn, flytur langa smásögu, sem heitir Tíðindalaust í kirkjugarðin- um, níu þætti, sem gerast á íslenzk- um fiskiskipum — frá togurum og niður í trillur — tvær hugleiðing- ar — og loks eitt kvæði. í smásögu sinni missir Jónas marks, hvort sem á söguna er litið sem áróður eða skáldskap. Þó að Eiríkur sé einmitt maður af því tæi, sem Jónasi ætti að láta að lýsa, heill og frumstæður sjómaður, J)á tekst honum ekki að blása í hann lífi, og þær persónur, lifandi og dauðar, sem Eiríkur gamli á í höggi við, verða ennþá síður svo mannlegar, að við sé unandi. Jónasi Arnasyni virðist láta svo miklu betur samúð en andúð, að hann njóti sín vart, ef andúðin kemur verulega við sögu. Þá skal vikið að ádeilugrein- unum. Þær eru skrifaðar í anda þeirra viðhorfa, sem Jónas Arna- son fylgir í stjórnmálum, og orka þess vegna ærins tvímælis frá sjón- armiði fjölmargra, en tvennt kemur fram í þeim, sem öllum þjóðholl- um og sannsýnum mönnum hlýtur að vera að skapi. Annað er sú krafa, að menn lifi í sem mestu samræmi við játningar sinar, hitt er sú djúpa og einlæga virðing, er liann ber fyrir þeim störfum, sem eru grundvöllur farsæls llfs og framtíðarheillar í þessu landi. En merkustu þættir bókarinnar eru frásagnir og lýsingar höfundar- ins af sjónum. Það er auðsætt, að liann hefur notið mjög ynnilega þess félagsskapar, sem hann hefur Jjar verið í. Eiimig verður ljóst, að honum hefur verið nautn að ham- förum sjávarins og dásemdum stim- arlegrar veðurblíðu — og að hon- um hefur runnið í blóð æsandi hrvnjandi liins iðandi og stríðandi lífs, sú ögrunarkennda baráttu-, starfs- og veiðigleði, sem verður flestum sönnum sjómönnum ótrú- lega fróandi uppbót alls þess, sem þeir fara á mis við af fjölbreytilegri velsæld Jieirra, sem taka allt sitt á þurru. Raunar eru þættir hans oft full hraflkenndir og lausir í snið- um, myndirnar sumar dregnar af nokkru liandahófi, bæði af um- liverfi og mönnum, og stíllinn dá- lítið yfirborðslegur á köflum — of mikið í honum af handaslætti þess, sem ekki er til fulls búinn að læra sjóstöðuna, en rnargt er þarna gætt lífi og mörgum skemmtilegum svip- myndum brugðið upp, og oft er yfir frásögninni ferskur og saltur eim- ur sjávar, athafna og látlausrar og raunverulegrar karlmennsku. Ef Jónas Arnason setti sér þrengri og gleggri takmörk og gæfi sér tóm til dýpri innlifunar, mundi hann trú- lega ná í lýsingum sínum á sjó- mönnum og sjómannallfi jafn ein- lægri samlöðun samúðar sinnar og glöggskyggni eins og í beztu sögun- um í Fólki — sögunum um börnin. Gnðm. Gislason Hagalín. Jóhannes úr Kötlum: SJO- DÆGRA. Bókaflokkur Máls og menningar 1955. Ljóðabók Jóhannesar úr Kötlunt, „Sjödægra", sem út kom í fyrra- haust, markar að ýmsu leyti tíma- mót í skáldskap lians. — Höfundur- inn meðgengur I eftirmála, að hann

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.