Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 82

Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 82
234 EIMREIÐIN sjálfan sig og hin brennandi vanda- mál sín og síns tíma. Hinum ósýnilega manni Wilsons mætti lýsa sent samblandi af exist- entialistískri hetju, sönnum trú- manni, sem ekki hefur fundið guð, og spámanni, sem enn leitar að sannleikanum. Vandamál hans liggur ef til vill fyrst og fremst í því, að liann er. sannfærður um synd sína, en fær sig samt ekki til þess að samþykkja liinar hefð- bundnu kenningar kristindómsins. Wilson er eindregið þeirrar skoð- unar, að maðurinn þarfnist „nýrr- ar trúar“. Og ef þessi mjög svo um- deilanlega forsenda er tekin góð og gild, þá má mcð sanni segja, að útskýring höfundarins á eðli hins ósýnilega manns, sem stendur utan- gátta, vandamálum hans og innri baráttu, er sannarfega hrífandi. Colin Wilson er nú tæplega 25 ára að aldri, fór úr menntaskóla 16 ára gamall og hefur síðan gert Britisli Museum að skóla sínum, en þar hefur hann setið nær öllum stundum undanfarin ár, líkt eins og Bernard Shaw og Karl Marx hér áður á árum, við lestur og skriftir. Hann vinnur nú að skáldsögu um Jack the Ripper, sem er einhver sérstæðasta persónan í brezkri glæpasögu („svipar í raun réttri mjög til Nijinskys", segir Wilson), auk þess sem hanti hefur þegar gert frumdrögin að þriðju bókinni, sem er eins konar framhald af hinni fyrstu, þar sem liann hyggst gera frekari grein fyrir hugmynd- um sínum um ný trúnrbrftgð. ÍRLAND: Liam O’Flaherty er einn af kunnustu rithöfundum írlands — og sem smásagnahöfundi hefur lionum verið skipað á bekk með snjöllustu löndum sínutn — þetm Frank O’Connor, Sean O’Faolain og Joyce. Síðast liðið vor kom út safn af smásögum eftir O’Flaherty, og þykja sögur þessar allar góðar og sumar hreinustu perlur. í bókinm eru alls 42 sögur; gerast þær nær allar rneðal íbúa eyjarinnar Aran, sem búa við jafnfrumstæð skil- yrði og erfið lífskjör og forfeður þeirra fyrir meir en þúsund árutn. Mór og skán er eldsneyti þeirra, þangið eini áburðurinn, kartöflur og fiskur aðalfæðan. Síða af reyktu svínsfleski er mikil og sjaldgæf auðæfi. Ef kýrin geldist seint að haustinu eða á miðjum vetri, stofn- ar hún lífi f jölskyldunnar í voða. O’Flaherty ritar af mikilli þekk- ingu og skilningi um hina bla- snauðu bændur og fiskimenn, svo að lesandinn hlýtur að hrærast af tilfinningum þeirra og finna til djúprar samúðar með þeim vegna kjara þeirra og lífsbaráttu. Svo virðist sem O’Flaherty vilji segja, að lífið sé aðeins hægt að skilja með því að líta það í ljósi dauð- ans. „Ég óska þér hamingjusamrar æviloka," hrópar ein af söguhetj- um hans á eftir kunningja sínum. eins og þetta sé það eftirsóknar- verðasta, sem lífið geti veitt. í einni sögu sinni, sem heitu Brottförin, segir O’Flaherty Michael Joyce, er hann yfirgefur litla fiskiþorpið á Araney. Hann er aðeins 13 ára gamall og á að fara með bátnum til meginlandsins, ganga þar í klausturskóla og verða sfðan prestur. Með sama bátnuffl sendir faðir lians vetrung, sern hann hefur selt til eyjarinnar Gal- way. Það gengur í mestu handa-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.