Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 37

Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 37
KOSS 189 að ég gerði mér grein fyrir því, að nokkuð væri að rofa til. — Ég gaut augunum til stúlkunnar, meðan við sátum þarna. Aldrei leit hún til mín, enda átti ég ekki von á því, og þess vegna voru það mér engin vonbrigði. Þó fann ég undir niðri, að ég hefði fúslega þegið það. í vagninum settumst við aftur hvort móti öðru. Hún leit ekki á mig. Meðan við skröltum upp óbyggðirnar, horfði ég út um gluggann. Nú var sólskin og heiður himinn, hið íegursta veður. Einhver hópur af fólki fór að syngja. Fleiri og fleiri tóku undir. Fyrir ofan Bláfell ávarpaði maðurinn, sem sat við hlið naér, stúlkuna. Ég held, að hann hafi eitthvað minnzt á feg- urð veðursins. — Hún leit undrandi á hann sínum stóru, sorg- nræddu augum. Svo sagði hún eitthvað, fáein orð, á máli, sem ég skildi ekki. Hún var þá útlendingurl ,,Do you speak english?" spurði sá langi. Hún bara hristi höfuðið. „Sprechen Sie deutsch?" Ekkert svar. „Þetta er einhver fegurðardís frá Suðurlondum," sagði maðurinn, eins og við sjálfan sig. Við það sat. Hann var löngu hættur við að reyna að hefja samræður við mig. Eðlilega datt mér í hug, að honum væri vorkunn. Þögull drumbur við hlið honum, og á móti honum ótlend stúlka, sem ekki skildi neitt af þeim mörgu málum, sem hann hafði nasasjón af. „Kannske hún sé dönsk?“ sagði ég. Hann hrökk við og leit undrandi á mig. Hafði ekki búizt við neinu hljóði úr þeirri átt! Ég gat ekki annað en brosað, sjálfum mér til mestu undrunar. En hann hallaði sér áfram. „Er De máske dansk?“ Svo sagði hún fáein orð á máli, sem við skildum ekki. „Ég gæti bezt trúað því, að hún væri frá Serbíu eða Pól- landi,“ sagði sessunautur minn. „Og ég veit ekki,“ sagði ég til þess að þóknast honum með því að segja eitthvað. Hann hóf nú langan lestur um málfræði og margt fleira. Ég sagði stundum ja-á eða humm — og brátt þagnaði hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.