Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Side 37

Eimreiðin - 01.07.1956, Side 37
KOSS 189 að ég gerði mér grein fyrir því, að nokkuð væri að rofa til. — Ég gaut augunum til stúlkunnar, meðan við sátum þarna. Aldrei leit hún til mín, enda átti ég ekki von á því, og þess vegna voru það mér engin vonbrigði. Þó fann ég undir niðri, að ég hefði fúslega þegið það. í vagninum settumst við aftur hvort móti öðru. Hún leit ekki á mig. Meðan við skröltum upp óbyggðirnar, horfði ég út um gluggann. Nú var sólskin og heiður himinn, hið íegursta veður. Einhver hópur af fólki fór að syngja. Fleiri og fleiri tóku undir. Fyrir ofan Bláfell ávarpaði maðurinn, sem sat við hlið naér, stúlkuna. Ég held, að hann hafi eitthvað minnzt á feg- urð veðursins. — Hún leit undrandi á hann sínum stóru, sorg- nræddu augum. Svo sagði hún eitthvað, fáein orð, á máli, sem ég skildi ekki. Hún var þá útlendingurl ,,Do you speak english?" spurði sá langi. Hún bara hristi höfuðið. „Sprechen Sie deutsch?" Ekkert svar. „Þetta er einhver fegurðardís frá Suðurlondum," sagði maðurinn, eins og við sjálfan sig. Við það sat. Hann var löngu hættur við að reyna að hefja samræður við mig. Eðlilega datt mér í hug, að honum væri vorkunn. Þögull drumbur við hlið honum, og á móti honum ótlend stúlka, sem ekki skildi neitt af þeim mörgu málum, sem hann hafði nasasjón af. „Kannske hún sé dönsk?“ sagði ég. Hann hrökk við og leit undrandi á mig. Hafði ekki búizt við neinu hljóði úr þeirri átt! Ég gat ekki annað en brosað, sjálfum mér til mestu undrunar. En hann hallaði sér áfram. „Er De máske dansk?“ Svo sagði hún fáein orð á máli, sem við skildum ekki. „Ég gæti bezt trúað því, að hún væri frá Serbíu eða Pól- landi,“ sagði sessunautur minn. „Og ég veit ekki,“ sagði ég til þess að þóknast honum með því að segja eitthvað. Hann hóf nú langan lestur um málfræði og margt fleira. Ég sagði stundum ja-á eða humm — og brátt þagnaði hann

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.