Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 71

Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 71
LOKAHRÍÐIN 223 Hún spurði ekki, hvernig það hefði atvikazt, kjökraði bara, þar sem hún lá á bekknum. „Ég vil helzt fara að hátta.“ „Þá það,“ svaraði hann stuttur í spuna. „Þér er það víst velkomið." Hún reis á fætur, skjögraði, en komst þó að hurðinni. Hann hreyfði sig ekki úr sporunum. Hann sýndist hærri vexti fyrir það, hve holdskarpur hann var, og hann starði á hana þessu eimyrjuglóandi augnaráði, og nú var aftur kom- líf í augu hans. „Hárauður kjóll . . . engin sorg vegna mín!“ var allt og sumt, sem hann sagði. Hann lá við hlið henni í rekkjunni eins og bláókunnugur uiaður; hann bærði ekki á sér. Jafnvel andardráttur hans var annar, léttur eins og hjá ketti. Ef hann gerði nú rétt að snerta hana, hugsaði hún, þá væri hann lifandi maður aftur. Og þó hveið hún því, að hann kynni að kákla við lienni þeirri tví- fingruðu. „Ertu sofandi?“ Hún beitti tunguna valdi til að geta komið UPP þessum orðum. Hann svaraði ekki, en hún vissi, að hann var vakandi. Þessa nótt þjáðist hún í hinum yztu myrkrum. Loks festi hún blund, og þegar hún vaknaði, var hann á bak °g burt. Og henni fannst húsið autt og tómt. eins og þegar h'k hefur verið flutt að heiman. Hann var nú samt einhvers staðar á stjái, og hún fann sviðalykt. Hún fjpr fram úr á náttkjólnum. Hann hafði kveikt UPP í eldavélinni og var að brenna rauða kjólinn. Rauðu töskuna hafði hann undir hendinni. „Það eru þrír pundsseðlar í handtöskunni,“ hvíslaði hún. „Þeir eru þar ekki lengur,“ sagði hann. „Þessi þrjú pund eru fyrsta greiðslan af sextíu, sem þú átt eftir að spara sam- ar>- Að svo mæltu kastaði hann töskunni inn í eldholið. Um hádegið mundu þeir á járnbrautarstöðinni senda heirn nýju ferðatöskuna hennar. Hún fölnaði. Um leið og l'enni varð hugsað til ferðatöskunnar, minntist hún manns- nis frá Birmingham. Hvað hét hann nú eiginlega? . . . Hafði hún í raun og veru farið þessa ferð? Felmtri slegin hljóp hún UPP á loft og fleygði sér upp í rúm. Hún vissi ekki heimilis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.