Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 80

Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 80
Erlendar bókaíre^nir r v j NOREGUR. Johan Borgen liefur látið frá sér fara bók, sem á norsku heirir Lillelord (Litli lávarðurinn), og í Noregi ber mönnum saman um, að þetta sé mesta bók Jolians Borgens frarn að þessu, en hann er kunnur í heimalandi sínu sem gagnrýnandi, leikrita- og sagnaskáld og sem höf- undur hugana, er þykja margar mjög merkilegar. í hinni nýju skáldsögu sinni virðist honum hafa tekizt að sameina hin mjúku tök greinahöfundarins liinni drama- tísku skynjun skáldsagnaritarans á atburðum daglegs lífs. Bókin fjallar í raun og veru urn ístöðuleysi ungs fólks, sem er að komast á fullorðinsár, og baráttu þá, sem það á í við þau áhrif, sem það verður fyrir á þessum örlaga- ríka aldri, bæði frá foreldrum sín- um, umhverfi, samfélagi og vinum. „Litli lávarðurinn“ elzt upp á ríku heimili í Osló, einkasonur ekkju, sem nærri kæfir hann í eftir- læti og ástúð. í sögunni kemur móðirin ávallt fram á mjög óljós- an og þokukenndan hátt, en hins vegar sér lesandinn frændur pilts- ins með hans eigin augum af nærri óhugnanlegri og illgjarnri ná- kvæmni. Borgen gefur í skyn hnignun og úrkynjun heimilisins, sem á yfirborðinu virðist hið traustasta, á einstaklega kænlegan, en jafnframt skarpskyggnan hátt, og hugarheimi unglingsins lýsir hann af slíkum skilningi, að við liggur, að ofsafengið atferli og kyn- ferðislíf drengsins virðist eðlilegt. „Litli lávarðurinn" stundar tvenns konar líferni jafnt í reynd sem í dagdraumum sínum. Þetta sam- tvinnast hvort öðru þannig, að hvergi er að finna skýr skil. Heima hjá mömmu leikur hann hinn dyggðuga son, sem lætur sér vel líka að vera nefndur gælunöfnunt, og í skólanum er liann hinn iðtn og ástundunarsami nemandi. En þegar hann flýr inn i skuggahverfi Oslóarborgar, er hann foringi óald- arflokksins og hinn ungi glæpa- maður, sem fremur ofbeldisverk og smám saman verður að íkveikju- vitfirring. Það er einhver dýrsleg ákefð í afbrotaferli drengsins. A endanum króar lögreglan hann í neti sínu, en jafnvel þar sem hann berst um í skolpleðju árinnar, nýt* ur hinn ógæfusami ungi maður enn nokkurrar samúðar lesandans. Meðal yngri rithöfunda norskra nýtur Solveig Christov töluverðr- ar sérstöðu. Fyrir þremur árum sið- an vakti hún allmikla athygli fyrn skáldsögu sína Torso, sem er hríf- andi vel gerð dæmisaga um mann- kynið, sem lifir á gjárbarminuni. Einstaka manni tekst með hug* rekki að klifrast upp klungrið og öðlast frelsi og sáluhjálp, en flestir kjósa þann kostinn að kasta sér fyrir björg. Má vera, að það sé hið draumkennda og ljóðræna, sem gerir klettaveröld Solveigar Christ- ovs svo raunverulega. Minnsta kosti er óhætt að fullyrða, að hun nær ekki þessum áhrifum með þv‘ að tína fram aukaatriðin, þvi stíll hennar er mjög krappur og linitmiðaður, jafnvel ber á stund- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.