Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Side 68

Eimreiðin - 01.07.1956, Side 68
EIMREIÐIN ætlaði hún að halda tafarlaust til Vesturvíkur, þetta hafði reynt svo mikið á taugarnar. Að hagnast um tvö pund á viðskiptum, sem virtust nokk- um veginn áhættulaus, það átti nú við hann Dai, og hann lét það meira að segja eftir sér að taka upp léttara hjal. „Sjáum til, Megan! Þú hefur þó ekki komið auga á ein- hverja híbýlaprýðina þama í Vesturvík? Brókarklæddan skartgrip, ha?“ Og svo hló hann. Það leit vitanlega ekki sem bezt út, en samt sem áður hélt hún af stað, svo að lítið bar á, daginn eftir. Hún hélt til bað- strandarinnar, lét sig ekki muna um að greiða það okurgjald, sem þeir á dvalarheimilinu kröfðust og lagði síðan leið sína í helztu tízkuverzlun bæjarins. Og áður en klukkustund var liðin, hafði hún eytt tíu pundum. Það gekk hún lengst, að hún keypti sér hárauðan kjól og handtösku í sama lit. Þrem næstu dögum eyddi hún að mestu leyti í verzlunum, og smám saman endurheimti hún trú sína á hamingjuna. Fyrst um helgina hafið hún tekið aftur gleði sína að fullu. Hún fór að skoða sig um í fjörunni og á hafnargarðinum og spurði sjálfe sig, hvort hún væri ekki hingað komin til að athuga menn, sem ynnu ofanjarðar, — því að það skyldi hún ekki láta henda sig aftur að giftast náunga, sem kæmi skríðandi upp úr námugöngum, kolsvartur upp fyrir haus. Vesturvík er dásamlegur sumardvalarstaður. Hún sat og gæddi sér á ískökum, og kvöld nokkurt fór hún til Cheddar til að skoða hina frægu dropasteinshella. Hún hélt sig utan við hópinn, en tók eftir því, að maður nokkur veitti hennt meiri athygli en kristöllunum í hellinum. Og viti menn. Á heimleiðinni hittist svo á, að hann sat við hlið henni í al- menningsvagninum. Þau tóku tal saman. Hann var frá Birm- ingham, en honum þótti ekki hið minnsta til hellanna koma. sagði, að hellarnir þarna austur á Indlandi væru ólíkt til- komumeiri. Þetta var geðþekkur maður og hæglátur — talaði svo greind- arlega. Hafði orðið að halda heim frá Indlandi vegna mýra' köldunnar. Hann var rafvirki og starfaði nú við verksmiðju í Birmingham. Hann var hár vexti og holdskarpur og virtist einmana, þráði sennilega, að einhver tæki hann að sér, en þó

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.