Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1963, Side 18

Eimreiðin - 01.01.1963, Side 18
EIMREIÐIN 6 III. Hér hefur verið bent á fáein meginatriði, sem skera úr um krist- inn skilning á manninum. Þegar þetta efni ber á góma, er einatt komizt svo að orði, að talað er um trúna á manninn. Hefur stundum verið lögð rík áherzla á það, að trúin á manriinn sé eitt af höfuðeinkennum kristindómsins og hornsteinn kristinnar bjartsýni. Kristur hafi boðað takmarkalausa möguleika mannsins, hann hafi verið bjart- sýnn á manneðlið og kirkja hans, ef hún er honum samkvæm, hljóti þess vegna að vera bjartsýn á framtíð mannkyns. I þessu sambandi hefur því alloft verið haldið fram hér á landi, að úti í löndum hafi guðfræðin sntúð af réttri leið í seinni tíð, hún hafi ekki haldið í'því horfi um kristindómstúlkun, sem markað var kringum aldamótin síðustu. Afleiðing þess hafi orðið sú, að sorta bölsýnis, vantrúar á getu mannsins og afneitunar á möguleikum hans hafi lagt yfir guðfræðina og myrkvað titsýn hennar. Það er fyrst um þetta að segja, sem sjálfsagt er, að kristindómur er trú á Guð, ekki mann né neitt annað. Því er þetta orðalag, eða getur verið, í hæsta máta villandi. Kristin trú talar ekki um Guð sinn sem hugsaðan möguleika og veltir ekki fyrir sér, hvað hún eigi að gera mikið úr þeim möguleika og hvað langt megi komast án hans. Guð er frumstaðreyndin, sem allt annað byggist á og mið- ast við, veruleikinn, sem sker úr um alla möguleika. Það væri gagnstætt öllum rökum kristinnar guðstrúar að ganga út frá mann- inum, þegar rætt er um aðstöðu hans í tilverunni, möguleika hans, jarðneska framtíð mannkyns og eilífa úrkosti mannlegrar sálar. Spurningin getur ekki verið sú, hvað maðurinn megni og gildi í sjálfum sér, án tillits til Guðs. Spurningin er: Hver er Guð? Svarið við því skiptir öllu. Og það er kristin trú að hafa fengið það svar við þessari mestu spurningu, sem vekur fulla tiltrú, algert traust. Það traust getur ýmist verið veikara eða sterkara, en um innstu eigind sama eðlis hjá trúarhetjum og hversdagsmönnum, breyzkum og styrkum. Trúarlíf kristinna manna ber þessu ótvírætt vitni: „Oll er hjálp af þér“, sagði Kolbeinn Tumason í bæn sinni. Og Grímur Thomsen: „Hvað hjálpar, hvað dugar nema Drottins náð?“ Til Guðs og hans eins er að leita, ekki aðeins, þegar á bjátar, þegar eitthvað það ber að höndum, sem með sérstökum hætti minnir á vanmegin mannsins, heldur í hvívetna. Vér erum þiggjendur Guðs hverja stund, megum minnast þess við hvert andartak, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.