Eimreiðin - 01.01.1963, Side 34
Hjörtur Keiilsson, hestakaup-
maður og stórútflytjandi, lét hest-
ana lötra eftir götunni heim að
Bakkakoti. Honum hafði verið
bent á þennan bæ sem fíkfegastan
til gistingar. Hann hafði ekki lagt
leið sína áður um þessar slóðir,
enda var þetta minniháttar sveit,
þó að ekki væri fyrir það að synja,
að hann gæti, með sinni alkunnu
lagni, gert hér einhver sæmifeg
kaup.
Það var komið fram yfir sólsetur
og dimmdi óðum. Síðustu dagarnir
í september voru ekki beinlínis
heppilegir tif fangferða, þó að hon-
um hafi oft orðið þeir notadrjúgir.
En það fóru nú ekki allir í fötin
hans.
Nú sá hann greinilega íbúðarhús-
ið í Bakkakoti. Honum hafði verið
sagt, að þar væri nýlega byggt upp.
Bakkakot------. Það var eitthvað að
vefjast fyrir honum í sambandi við
þetta bæjarnafn, einhver gömul
minning.
Hvaðan var hún Rósa litla, sem
hann var í smávegis kunningsskap
við fyrir ævalöngu? Eitthvert fjár-
ans kot var það, hvað sem það var
nú kennt við. Þessi kot voru í
hverri sveit. Það var ekki andrik-
inu fyrir að fara í nafnavalinu út
um byggðir landsins.
Undarlegt, að hann skyfdi fara
að hugsa um Rósu eftir öli þessi
ár. Hún var nógu skemmtileg
stelpuhnyðra, svona fyrst í stað.
Ljúf og eftirlát var hún. Það mátti
hún eiga.
Það var aiitaf eitthvað heijlandi
við þessar fersku og safaríku sveita-
Haust-
nótt
stúlkur. En þeim hætti við að vera
nokkuð hátíðlegar. Rósa var allt of
hátiðleg. Herra minn trúr. Þetta
líka bréf, sem hún skrifaði honum,
þegar hann var orðinn leiður á
henni og farinn að vera með ann-
arri. Það var nú meiri samsetning-
urinn. Að hann hefði sært hana
ólífissári, svipt hana sakleysinu,
sem hefði verið hennar dýrmæt-
asta eign, og svo framvegis í það
óendanlega, alft í sama dúr. Því-
líkt og annað eins. Þettá margum-
talaða sakleysi var nú svo bezt eign,
að nokkur girntist það. Annars var
það eins og úreft rnynt, sem búin
var að missa allt verðgildi. Hjört-
ur hló við. Þær voru ekki svo fáar
stúlkurnar, sem máttu vera honum
þakkfátar fyrir að hafa losað þær
við þá byrði.
En Rósa litla átti bágt með að
sætta sig við eðlilegan gang lífsins,
því að hún hreint og beint ofsótti
hann um tíma, enda bifaði hún
víst eitthvað á sönsunum, sem eðii-
legt var. Hún tók lífið allt of há-
tíðlega.