Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1963, Page 39

Eimreiðin - 01.01.1963, Page 39
eimreiðin 27 staðar? Hann ætlaði nú ekki að láta þá eyðileggja fyrir honum skemmtunina af kvenmanninum. Hann snaraðist fram úr rúrninu og kveikti á lampanum. Hvar var hann annars staddur? Það skipti engu máli. Hann varð að fá þessa hunda til þess að þagna, hvað sem það kostaði. Lampinn var nærri því þurr, svo að ljósið blakti á skari. Hjörtur fór fram fyrir og lýsti inn eftir ganginum, en þar var enginn hund- ur sjáanlegur. Hann varð hvumsa Við og sneri sem íljótast inn aftur og hraðaði sér að rúminu, en sá þá, að einhver lá í því. Þetta var reyndar allt annað rúm og þá auð- vitað annað herbergi, sem hann var kominn inn í. En húsgögnin voru þó nákvæmlega eins og inni hjá honum, meira að segja postu- hnshundurinn á kommóðunni virtist af sömu gerð. Hann ætlaði aö fara hið bráðasta út aftur, en stóð þá eins og negldur við gólfið, gat hvorki hreyft legg né lið. En jafnframt var sem sjón hans skerpt- tst, og hann sá nú miklu skýrar en áður, þó að ljóstýran væri rétt að slokkna út af í höndum hans. Hann sá, að það voru engin sængurföt í rúminu, ekkert nema lePpi og gæruskinn. Allt var á fingulreið, rétt eins og einhver hefði gert sér það að leik að róta því til. Og mitt í þessu róðaríi lá hálfnakin kona. Hann sá ekki framan í hana í fyrstu. Hún hafði Hgt annan handlegginn yfir and- htið, en samt fannst honum hún horfa á hann út undan hand- leggnum, og hann varð gripinn óstjórnlegri skelfingu. Hann reyndi að kalla á hjálp, en kom ekki upp nokkru hljóði. Þá lyfti konan upp hendinni, svo að andlit hennar sást greini- lega. Það var bleikfölt, en augun dökk, stór og starandi, sömu aug- un og í gömlu konunni. Dökkt hárið hékk í ógreiddum tjásum niður um enni og vanga. Varirnar bærðust ofurlítið. — Þekkirðu mig? barst til hans í ofurveiku hvísli. Rósa! fannst honum hann hrópa upp yfir sig, en Jsó kom ekkert hljóð fram yfir varir hans. Nei, nei, þetta gat ekki verið Rósa. Þetta var einhver ókunnug, brjáluð manneskja. Hann varð að komast burtu héð- an. En hann gat það ekki. Þessi stóru, myrku augu héldu honum föstum. Aftur bærðust varirnar. - Þekkirðu mig, Hjörtur? jú, það var Rósa. Þessum augum leit hún á hann í seinasta sinn, þegar hann sagði henni, að hann kærði sig ekki um hana lengur. Og á einhvern óskiljanlegan hátt lifði hann upp aftur með leifturhraða allar þeirra gömlu samverustundir. Hvert ástarorð og lokkandi loforð, sem hann hafði gefið henni, vitj- aði hans nú og brenndi sál hans nístandi kvöl. Hiigur hans fálmaði í örvænt- ingu eftir einhverju til hjálpar, en fann ekki neitt. Það var eins og hann stæði nakinn frammi fyrir miskunnarlausum dómara.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.