Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1963, Qupperneq 40

Eimreiðin - 01.01.1963, Qupperneq 40
28 EIMREIÐIN Enn bærðust varirnar. — Komtlu! Hann fremur fann cn heyrði, og hann varð að hlýða, knúinn áfram einhverju hræðilegu dularafli. — Komdu, sagði hún og rétti fram hendurnar. Hjörtur færði sig nær rúminu, en missti um leið lampann úr hendinni, svo að hann féll á gólf- ið og mölbrotnaði. Það varð niðdimmt í herberginti, en þó sá Hjörtur hendurnar, sem teygðu sig á móti honurn. Hann rak upp hátt óp og féll meðvitundarlaus út af í rúmið. Þegar Hjörtur raknaði við aftur, lagði föla morgunskímu inn um gluggann hjá honum. Hann leit í kringum sig, alveg ringlaður í fyrst- unni, en brátt stóðu ógnir nætur- innar ljóslifandi fyrir honum, og fannst honum sem hann hefði með einhverjum yfirnáttúrulegum hætti sloppið úr dauðans greipum. En hvernig hafði hann komi/t hingað inn og upp í rúmið sitt aft- ur? Og þarna lá lampinn brotinn á gólfinu. Það var þó í hinu her- berginu, sem hann hafði misst hann úr höndunum. Hafði hann þá dreymt þetta allt saman? Nei, nei, það gat ekki verið. Lampa- brotin afsönnuðu það líka. Og það var Rósa, Ijóslifandi, sem hann sá þarna í rúminu. Það sló út um hann köldum svita, Jregar hann hugsaði til hennar. Það var hræði- legt að sjá rúmfötin hjá henni. En að manneskjan skyldi ekki vera ílutt á spítala. Það var með öllu óforsvaranlegt að láta hana liggja svona eina, — auk Jress, sem hún gat verið stórhættuleg öðru fólki. Óbundin var hún í rúminu og allar dyr ólæstar. Hjörtur snaraðist fram úr og klæddist í skyndi. Hann var sann- arlega búinn að fá nóg af Jressum næturstað. Það var blátt ál'ram klögunarvert athæfi að gera hon- um ekki aðvart um, hvernig ástatt var, og hann var ekki vanur að láta bjóða sér neitt Jsessu líkt. Hann bjóst til þess að fara út úr stofunni, en í því opnuðust dyrnar og gamla konan kom inn. Hún bauð góðan daginn í sínum háa, ktddalega rómi. — Mér Jrykir maðurinn vera nokkuð árrisull, sagði hún svo. Þá varð henni litið á lampabrotin á gólfinu. — Já, já, eitthvað hefur nú geng- ið á hér í nótt. Eg heyrði Jtennan líka hávaðann. A maðurinn kann- ske eitthvað erfitt með svefninn? Hún horfði stöðugt á lampabrot- in, meðan hún talaði. Hjörtur mýktist ekki í skapi við liina fálegu framkomu konunnar. — Og ekki hef ég Jrjáðst af svefn- leysi fram að Jressu. En Jietta and- skotans hundaýlfur hélt fyrir mér vöku fram eftir allri nóttu, auk Jjess, sem Jtað er ekki beinlínis við- felldið að komast að Javí, að brjál- uð manneskja sé á næstu grösum. Gamla konan starði á hann með ótta í augum. — Ég skil ekki, hvað maðurinn á við, sagði hún rámri röddu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.