Eimreiðin - 01.01.1963, Page 78
66
EIMREIÐIN
Frelsaði hana frá hyldjúpum
einmanaleika næturinnar.
Bjargvætturinn hlaut að koma.
Það mátti ekki dragast alltof lengi.
Og hann kom.
Með undarlega blönduðum til-
finningum hugarléttis og órósemi,
fórnfýsi og hvikulla vona og þráa-
kenndrar léttúðar — lét hún bjarga
sér.
Hann var — eins og hún einmitt
nú hafði allra mest þörf fyrir, —
ástfanginn af henni upp fyrir eyru
og niður fyrir tær. Hann sagði, að
þar til hann hitti hana liefði hann
verið eins og rekald á rúmsjó, al-
einn, misskilinn, hugmyndasnauð-
ur, ekkert hálmstrá að grípa í. Allt
var liðið undir lok, hafði sogazt
ofan í leiðinlegt, hversdagslegt
hjónaband. Hún gaf honum aftur
trúna á hið góða og göfuga í lífinu,
yngdi hann upp og hlaut og átti að
verða hans. Ofurlítið gamaldags og
skrýtið, en augljóst og ofboð skilj-
anlegt, veitti hjartanu fró, og lét
hana finna til þess á ný, að hún
væri kona og einhvers verð, ekki
bara eitthvert yfirgefið, guðs volað
og aumkunarvert kynleysi.
Og hann situr þarna og sómir
sér vel.
Hún réttir honum höndina yfir
borðið, snögglega, glöð og hrærð.
Ánægjutitringur fer um hana, er
hann beygir sig áfram og kyssir á
hana.
I-Iún er veik fyrir slíkum hlutum.
beir gefa lífinu lit og Ijóma. I.át-
um svo vera, að það sé nokkuð
hátíðlegt og gamaldags.
— Um hvað ertu að hugsa?
— Ó, ekkert sérstakt. Um okkur
tvö, held ég.
Hann kemst aftur við og verður
að snúa sér undan til þess að fela
alltof augljósan ánægjusvipinn á
andliti sínu. Hann nær í þjón, sem
gengur fram hjá, og biður um glas
af vatni.
Svo eru andlitsdrættir h.ans í
réttum skorðum á ný og hann horf-
ir á hana, lítur lengi djúpt í augu
hennar, talandi augnaráði.
Með sjálfum sér hugsar hann: —
Velhejjpnað Jsetta með armbandið!
Ágætt, að ég hafði Jrað nú í Jjessari
dýrtíð! Hættulegt? O. sei, sei, nei.
Amalía er suður í Rómaborg og
verður }>ar sjálfsagt framvegis, fyrst
um sinn að minnsta kosti. Asna-
legt, ef ég hefði ekki notfært mér
Jjað. Þarna situr hún eins og lítið,
hlessað barn, full trúnaðartrausts,
er hrifin af armbandinu og elskar
mig. Ung og hraust og skrambi
indæl. Of ung? Bull! Gott, að }>að
fór sem fór með Amalíu og mig.
að ég losnaði við hana að lokuin-
Mál til komið eftir tuttugu ára
hjúskap, lífeðlisfræðilega séð. Lög-
mál lífsins hreint og beint. Fyrir,
tak, að hún var stórlát og skildi
eftir skartgripi. Þægilegt. Eitthvað
verður maður að láta af hendi
rakna — og einhverja verð ég að
hafa. Þessi frjálsu sambönd eig»
ekki við mig. Líka alltof dýrt, }>eg-
ar til lengdar lætur. Nei, má ég }>á
lieldur biðja um svona saklausa,
einfalda sál, sem gagnrýnilaust og
í blindni lítur upp til manns. Ég
hef sannarlega verið heppinn.