Eimreiðin - 01.01.1963, Blaðsíða 99
EIMREIÐIN
87
ir vikulega héðan til meginland-
anna í austri og vestri skyldi þurfa
til þess, og hve langt inn að mið-
depli heimshringiðunnar skyldum
við þurfa að sogast til þess að hætt
verði þessu margtuggna kjaftæði
um „einangrun" og „fásinni"? Við
vitum ósköp vel, að jafnvel afdala-
búar og útkjálkafólk hér á landi
hefur alltaf staðið í nánari tengsl-
um við heimsmenninguna, en al-
þýða manna úti í hinum stóra
heimi“. Kannski týnast þessi öfug-
ntæli ekki úr málinu fyrr en þau
eru orðin sannmæli fyrir aukna
velmegun, bættar samgöngur, sum-
ttrleyfisferðir til flatmögunar á er-
lendum baðsröndum, ísskápa á
hverju heimili norður á Hólsfjöll-
um og sjónvarpstæki í hverri trillu
uti fyrir Suðurnesjum ... En hvað
um það, þetta lofsverða framtak
þeirra „Grímu-manna“ sýnir að
það er mikið að gerast í leiklistar-
h'finu úti í hinum stóra heimi; ])ó
er kannski enn mikilvægara, að sér-
hver sem sækir slíkar sýningar að
staðaldri, fær átómatiskt á sig
stimpil sem intellektúell í kaup-
bæti á aðgöngumiðann. Þó er eins
°g þeim Grímu-mönnum hafi sézt
yfir þá staðreynd, að snilli ein-
staklingsins verður varlega metin
e*tir fjölda þeirra, sem mæla á
s°mu tungu og hann. Að jafnvel
'*®> þrátt fyrir „fámenni" okkar,
»einangrun“ og „fásinni" höfum
eignazt svo snjallan leikritahöfund,
að hann virðist hvergi fá inni með
verk sín. Það eitt er þó að sjálf-
sögðu ekki nóg til að skera úr um
það, að hann sé svo snjall að hann
verðskuldi að tilraunaleikhús taki
\ærk hans upp á arma sína, þegar
önnur leikhús þrýtur áræði til, og
ekki bætir það heldur fyrir honum
ltvað það snertir, að því mun aldrei
hafa verið fram haldið í alvöru að
hann væri Klepptækur — þaðan af
síður, að hann hafi setið í fangelsi,
eða komizt í kast við lögin, nema
hvað hann mun einhverntíma hafa
lent í lítilsháttar útistöðum við
sýslumanninn í Hafnarfirði fyrir
klaufalegt framtal. Að vísu hefur
hann samið fræg skáldverk og hlot-
ið nóbelsverðlaun fyrir, en þó að
það virðist duga til þess að hvorki
þeir í Þjóðleikhúsinu né Iðnó telji
ómaksins vert að flytja síðasta leik-
rit hans, nægir það kannski ekki til
að intellektuellt tilraunaleikhús
láti það til sín taka. Kannski að
leikfélög á Sauðárkróki eða Húsa-
vík grípi þarna tækifærið að öðrum
frágengnum og tryggi sér ævarandi
sess í alþjóðlegri leiklistarsögu,
með því að frumflytja leikritið
„Prjónastofan Sólin“ eftir nóbels-
verðlaunaskáldið, Halldór Kiljan
Laxness?
Það hefur yfirleitt þótt sjálfsögð
kurteisi af nóbelsverðlaunahöfund-
um, að þeir færu heim lil sín, eftir
að haí'a þegið gjaldið úr höndum
Svíakonungs, og semdu frómar hug-
Sviðsmynd úr Pétri Gaut; atriði i Marokkó. í rniðið er Gunnar Eyjólfsson sem
Pétur Ga utur; aðrir, talið frá vinstri: Ævar K. Kvaran, Rúrik Haraldsson,
Jóhann Pálsson og Baldvin Halldórsson.