Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1963, Síða 18

Eimreiðin - 01.05.1963, Síða 18
106 EIMREIÐIN staðið af sér alla storma og komið endurskírð úr hverri raun um rneir en tíu alda skeið, virðist ekki vera ástæða til að vera svo mjög uggandi um framtíð hennar. Um skáldsagna- og smásagnagerðina er liins vegar því miður ekki sömu söguna að segja, því að þar virðist aðeins fátt eitt henda í rétta átt. Af þeim yngri höfundum, sem við skáldsagnagerð fást, virðast þeir vera sorglega fáir, sem nokkurs rnegi vænta af. Þeir örfáu, sem þó hafa náð nokkrum árangri, eru undantekningarlaust þrúgaðir af einhverjum dragbítum, sem þeir virðast hvorki hafa mátt né getu til að hreinsa sig af. Máttleysi í meðferð máls og efnis er t. d. átakanlega algengt með þeim, sömuleiðis meinlegur skortur á tækni í uppbyggingu skáldsögu og persónusköpun. Sumir eru undir svo sterkum áhrifum frá öðrum höfundum, erlendum eða innlendum, að um sjálfstæða listsköpun getur varla talizt vera að ræða hjá þeim, og enn aðrir þjást sér til stórskaða af skorti á mennt- un og lífsþekkingu. Þó er ekki þar fyrir að taka, að í hópi þessara skálda finnist menn, sem geti samið vel þokkalegar skáldsögur. En með þjóð Egils, bróður Eysteins og Halldórs Laxness eiga þokkaleg miðlungsverk ekki að setja mark sitt á heildarsvip bókmennta heillar kynslóðar. í krafti eldri tírna og rótgróins bókmenntasmekks á íslenzku þjóðinni að vera óhætt að gera þær kröfur til skálda sinna, að þau séu í það minnsta trú köllun sinni til listarinnar og leitist sem slík við að setja markið hærra en við lélega miðlungs- reyfara. Svipuðu máli gegnir um smásagnagerðina, nema ef ástandið kynni að vera enn verra þar. Þar sem smásagnagerð virðist í fljótu bragði vera svo rniklu auðveldari viðfangs en skáldsagnagerð, leiðir af sjálfu sér, að þar gætir í enn ríkara mæli en innan hinnar síðar- nefndu þess ástands, sem hlýtur alltaf að skapast innan listgreinar, þar sem farið er að slaka til á kröfunum um listræna fegurð og sjálfstætt innra gildi. Með því er átt við það, að fjöldamargt fólk, sem litla eða enga hæfileika hefur í ]rá átt, er farið að fást við smá- sagnagerð, og í stuttu máli sagt, þá virðist smásagnagerð þjóðar- innar stöðugt vera að færast í þá átt að verða að aukastarfi fólks, sem með því að rita smásögur og selja blöðum og tímaritum, reynir að snapa sér aukatekjur. Þegar þannig er til stofnað, má nærri geta um, hvernig árangurinn hlýtur að bitna á kröfunum um listrasn vinnubrögð og bókmenntalegt gildi. Afleiðingarnar hafa heldur ekki látið á sér standa, því að af þeim mikla fjölda íslenzkra snrá-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.