Eimreiðin - 01.05.1963, Síða 30
J18
EIMREIÐIN
skemmumæninum hafði hann
ækkert séð. Og við Sænkó: „Þú
rsefur, karlinn. Þú átt að vaka og
•taka á móti nýju matmóðurinni
,þinni.“
„Hvar ætli Ogga sé? Hún hef-
ur ekki sézt síðan hún kom úr
ifjósinu," segir Villi og gægist
Tram af vindskeiðinni. „Miklir
dauðans amlóðar vorum við að
hjálpa henni ekki. Ég sá að hún
var orðin nppgefin eins og
við.“
Ekkert svar og löng löng þögn.
„Heyrðu, Villi ...“
„Hvað?“
„Hefur þér aldrei dottið í
hug, þegar þú hefur verið einn
með henni Oggu . . . ?“
„Nehei, aldrei.“
,,Af hverju ekki?“
„Ég veit það ekki vel. . Hún
er einhvern veginn þannig . . .
JEn þér?“
a,Ekki heldur.“
,,Og af hverju ekki?“
„Hún er svo ólík stelpum —
stelpunum heima.“
„Ég veit. . .“
Framan af skemmuburstinni
segir Villi:
„En drollið í þeim! Það er ég
^handviss um, að karlinn verður
'fullur, þegar hann kemur. Við
látum hann ekki sjá okkur. Það
verður ekki svo gaman að kljást
við hann.“
„Nei."
„Þeir segja, að hún hafi drukk-
ið með honum. Þá hæfir skítur
rassi.“
„Konan? Það þarf nú ekki að
vera satt,“ ber Tóti í bætifláka
og kitlar Sænkó gamla í eyrað
með puntstrái úr þekjunni.
Enn er tuggið; enn er vokað.
Eftir langa þögn:
„En kysst hana?“
„Margoft, en aldrei nema þú
hafir verið með okkur,“ svarar
Villi.
„Það er skrítið . . . Ég hef líka
gert það, en aldrei, þegar við
höfum verið ein.“
„Finnst þér ekki gott að kyssa
hana?“
„Ægilega; en finnst þér ekki
einkennilegt, að það er eins og
hún viti ekki af því . . . ég get
ekki lýst því . . . að hún er að
kyssa mann? Það er eins og
sjálfsagður hlutur að kyssa okk-
ur. Skyldi hún kyssa aðra stráka
þannig?“
„Ég veit það ekki.“ Eftir
stundarþögn: „Ég vildi, að hún
kyssti enga aðra.“
„Ætli þau fari nú ekki að
koma? Það verður fróðlegt að
sjá, hvernig hún meðhöndlaf
karlinn, ef hann verður fullur,
þessi nýja.“
Ekkert svar, aðeins setið og
tuggið og beðið.
Löngu seinna:
„Á ég að segja þér nokkuð,
Villi?“