Eimreiðin - 01.05.1963, Qupperneq 40
128
EIMREIÐIN
inn í háskólann í Kaupmannahöfn eins og beztu latínuhestar. Móti
útlendum gestum tóku prestarnir landinu til sóma. En oft var svo
að þessir ágætu prestar utan kirkju virtust minnka, þegar þeir stigu
í stólinn, eins og þeir væru þar ekki á réttri hillu í lífinu. Gátu
mörg rök runnið undir það.
Prestar eru þjónar Hinnar heilögu almennu kristilegu liirkjuf
og hún agar þá strangt, því að hún er siðavönd mjög. Sést það bezt,
ef við berum saman í eina hrúgu allar hempurnar, sem hún hefur
rifið af þjónum sínum fyrir óskírlífi þeirra. Það yrði sjáandi dyngja.
Eða ef við tínum saman allar villur í kirkjubókunum, sem þar eru
komnar til þess að bjarga hempunum og skinhelginni, þá yrðu
allar ættartölur fslendinga alveg snarvitlausar.
Við göngum á fund Sögu, það er gömul kona hérna á heimilinu,
og spyrjum hana, því að hún er fjölfróð og sannorð, elskuð og virt
af öllum.
Hvaðan er Hin heilaga almenna ættuð? spyrjum við.
Hún getur rakið ætt sína til Austurlanda nær og í sumum grein-
um til Austurlanda fjær og til Egyptalands, sagði Saga.
Segðu okkur sögu hennar!
Eigi er hún í flýti segjandi. Langa á hún ævisöguna og merkt-
legri en flest annað. Mikil hefur hún alla tíð verið fyrir sér og oft
haft mikil völd og mikinn auð undir höndum. Nú hefur mjög
gengið af henni og hún sjálf orðin fyrirgengileg og þreytuleg. Sýn-
ist mér lnin ætti nú að kasta ellibelgnum og endurfæðast ennþa
einu sinni.
Hversu komst hún að þessum fádæma auði? spyrjum við.
Það var í páfadómi að hún var auðugust. Munaði mestu í fyrstn
um kirkjutíundina. Þá var það háttur kristinna manna að gef3
kirkju fyrir sálumessu vegna framliðinna vina og vandamanna-
Gáfu ríkir menn oft miklar gýligjafir, stundum aleigu sína á dán-
ardægri. Þá sungu prestar margar messur fyrir sál hins liðna. Komst
þá sálin yfir hreinsunareldinn lítið brennd, aðeins ofurlítið sviðin-
Þaðan flaug hún svo beina leið í skaut Abrahams forföður Gyð'
inga. Þá var hún hólpin. Nú gat hún sungið í samfélagi heilagTa'
Hallelúja — hallelúja — ha-le-lú-ja! Og þetta um alla eilífð. Anna$
hafði hún ekki að gera.
Trúir þú þessu, Saga?
Engu skiptir, hverju ég trúi, sagði Saga íbyggin. Ég segi aðein*
frá því, sem aðrir trúðu, sögðu og gerðu.