Eimreiðin - 01.05.1963, Qupperneq 56
144
EIMREIÐIN
Þann 25. janúar skrifar Brandes:
„Allt annað hverfur í skuggann,
ei' frelsið ber sigur úr býtura í
Rússlandi, þessu gamla virki ójafn-
réttisins."
Krapotkín fagnaði byltingunni
af hjarta. Þann 27. des. 1905 skrif-
ar hann Brandes langt bréf og
segir m. a.: „Fæðing nýrrar þjóð-
ar! Andi fólksins hefur breytzt!“
En byltingaröflin skorti afl gegn
hinu ramma afturhaldi keisara-
veldisins. Byltingin 1905 beið ósig-
ur.
Brandes er samt sent áður bjart-
sýnn. „Ég trúi því einnig fastlega,
að við eigum eftir að lifa endalok
keisaraveldisins." (Bréf til Krapot-
kíns, I. jan. 1906.)
Þeir Brandes og Krapotkín voru
sammála um, að byltingin væri
óhjákvæmilegt skilyrði fyrir að nú-
tíma þjóðlélagshættir kæmust á í
Rússlandi.
Brandes veitti byltingarmönnum
þann stuðning, sem hann mátti.
Þegar er honum varð kunnugt um,
að M. Gorkí hefði verið sviptur
frelsi og lokaður inni í Pétropavl-
off-virkinu, skrifaði hann grein til
varnar Gorkí í Kaupntannahafnar-
blaðið „Politiken" (12. febr. 1905).
Þrem dögum síðar skrifaði Brandes
aðra grein, sem hann nefndi „Svip-
an“, og tók þar málstað fleiri
byltingarmanna, sem fangelsaðir
höfðu verið eftir „Blóðsunnudag-
inn“.
Áhugi Brandesar fyrir Gorkí
hafði vaknað allöngu fyrr. Arið
1901 liafði Brandes skrifað grein:
„Maxím Gorkí“. Brandes segir þar,
að sögur Gorkís gerist meðal hinna
lægri stétta þjóðfélagsins, hann
hafi opnað fyrir lesendum alveg
nýjan lieim, heim útlaganna í þjóð-
félaginu. „í öllum þessurn sögunt
finnurn við frjálshuga, einarða,
stolta frelsisþrá sem lífsheimspeki
skáldsins, finnum mannást, algei'-
lega lausa við væmni." Brandes
segir, að bækur Gorkís kenni okk-
ur að skilja tilgang lífsins, hinar
raunverulegu ástæður fyrir hegðun
manna, skýra fyrir mönnum, hvað
sé hamingja." En Brandes bætn
við, að „til séu jafn margar teg-
undir af liamingju eins og af mann-
fólki".
Þann 12. júní 1905 skrifað'
Brandes Gorkí bréf og sagði hon-
um frá þeim ugg og ótta, seffl
greip hann þegar Gorkí var hand-
tekinn. Og Gorkí svaraði honuffl-
„Allar bækur yðar, sem þýddar
hafa verið á rússneskt mál, hef eS
lesið með innilegri ánægju."1)
1) Létopís zizní í tvortséstva A.
Gorkovo, I, M. 1958, str. 535. (Anná'1
um ævi og starf A. M. Gorkís, M. 19®®’
535.)