Eimreiðin - 01.05.1963, Qupperneq 62
150
EIMREIÐIN
og livað væri ekki hægt eftir að
hafa tekið upp beztu sætin í
veitingastofu, þegar athygli hans
beindist út um gluggann. Nei,
hvert þó í heitasta . . . ! Þeir
burstaklipptu höfðu einnig snú-
ið andlitum sínum og störðu
eins og dáleiddir gegnum hálf-
hélaða gluggarúðuna. Blágrænir
málmgluggarnir á afturhluta
bkutækisins byrgðu næstum göt-
una.
„Þessi er frá Árósum,“ sagði
sá, er hafði ökumannshjálminn
meðferðis.
Hinn lánsami eigandi, sem
var klæddur ökumannsfrakka,
hafði stigið út úr bílnum og tek-
ið stefnu beint á Vinaminni.
,,Daginn.“
„Daginn.“
jens Peter Hansen hneigði
sig auðmjúklega. „Gerið þér svo
vel og fáið yður sæti.“
Sá nýkomni renndi fljótlega
augum yfir salinn, valdi síðan
þriðja auða sætið við gluggann
og bað um kaffibolla.
„Eitthvað með kaffinu, herra
minn — koníak — líkjör?“
„Nei, aðeins bolla af góðu,
sterku kaffi.“
Veitingamaðurinn varð súr á
svipinn. Svo sneri hann sér að
hinum tveimur og fjarlægði með
ákveðinni handarhreyfingu öl-
flöskuna, sem stóð ennþá fyrir
framan þá með smásopa í.
„Nei. Þú mátt ekki taka ölið
okkar, maður!“
En þetta voru aðeins veik
mótmæli. Jens Peter Hansen var
á brott.
„Ungfrú Sivertsen,“ sagði
hann skipandi, um leið og hann
smeygði sér fram hjá afgreiðslu-
borðinu, — „kaffi handa Iierra-
manninum, og hinir hafa ekkert
á borðinu."
Kannske þeim yrði þetta lexía.
Þessir tugthúslimir! Og koma
akandi í lúxusbíl og panta einn
bolla af kaffi! Drottinn minn!
Hann gretti sig, dró vindil upp
úr vestisvasa sínum og skar af
endanum. Það var bezt að njóta
hans ásamt því, sem eftir var af
lesefninu.
Manndrápunum i umferð-
inni.
En þau höfðu líka oft verið
meira spennandi.
„Ekið yfir áttatíu og sex ára
konu á gangstíg yfir götu a
Amager. Fólksbíllinn skemmdist
aðeins lítillega. — — — Barna-
vagn varð fyrir bíl á gangstétt-
inni í dimmviðri og slæmu fasri-
Vörubíllinn hafnaði inni í nær-
fataverzlun.“
------Sjáum til. Þarna teyg'if
Kaja sig eftir áfengisflöskunnn
Eftir allt var sá nýkomni „séntil"
maður“, eins og hann hafðt
ályktað strax og hann sá bílinn-
Og það voru komnir tveir boU"
ar í viðbót á borðið. Það leit nt