Eimreiðin - 01.05.1963, Qupperneq 72
160
EIMREIÐIN
í þessu leiðinlega námi, en smám
saman öðlaðist hann það táp og
þrek, er þurfti til þess að sigrast
á ranghverfu kennsluháttanna.
Og í persónulegri glímu sinni
við námsgreinarnar öðlaðisthann
á ný nokkuð af þeim töfrum, er
hann um stund hafði misst af.
Átján ára gamall lauk Ras-
mussen stúdentsprófi. Sama vor-
ið nokkru áður en ltann gekk
að prófborðinu, varð faðir hans
gjaldþrota. Á gamals aldri segir
Rasmussen svo fi'á því reiðar-
slagi:
„Enn daginn, er við bræður
komunr heim úr skólanum, kall-
aði móðir okkar á okkur til við-
tals inn í eldhús. Þar sagði hún
okkur, róleg og stillt, að faðir
okkar hefðr orðið að lýsa sig
gjaldþrota. — Ég gekk þegjandi,
en niðurbrotinn inn í herbergi
mitt, og undarlegt var það,
hvernig allar myndirnar á veggj-
unum urðu mér allt í einu
ókunnar. Þetta voru ekki leng-
ur mínar myndir. Allt umhverf-
ið varð mér á svipstundu fram-
andi heimur. Það var eins og ég
ætti ekki lengur neinn grund-
völl til að standa á.
En samhliða þessu áfalli varð
ég allt í einu lostinn sterkum
vilja. Ég breyttist úr stórum
dreng, sem les sanrvizkusamlega
lexíur sínar, í einbeittan og vilja-
sterkan ungan nrann. Síðan lref-
ur engin lítilsvirðing, enginn
mótgangur, lráð né spott getað
beygt mig. Það hefur orðið nrér
aflvaki til nýrri og nreiri átaka.“
Rasnrussen lauk lráskólanánri
í náttúrufræði og lagði alla ævi
mikla stund á þá fræðigrein, sér-
staklega þó grasafræði og landa-
fræði. Aðal starf hans varð þó
kennsla í gagnfræða- og mennta-
skólum. Þar viðhafði hann strax
önnur vinnubrögð en þá var títt.
Mjög fljótlega virðist hann hafa
nrótað kennsluhætti sína nærri
jrví fornri, er nú nrundi kallast
starfræn kennsla. Hann gaf nem-
endum sínum, að þeirrar tíðai'
nrati, fordæmanlegt frelsi til
rannsókna og vinnubragða 1
námsgreinunr sínum, kastaði fra
sér allri liðjrjálfa harðneskju og
var mannlegur og hlýr í ölh'
samstarfi við þá. Hann var hat-
ursmaður alls ítroðnings og langt
á undan samtíð sinni í skóla- og
kennslumálum. Þess mátti hann
títt gjalda, og var að minnsta
kosti einu sinni rekinn úr em-
bætti vegna byltingakenndra
breytinga í kennslulráttum.
Rasmussen kynnti sér ræki-
lega allar stefnur í kennslu- og
skólamálum, uppeldis- og barna-
sálarfræði, og varð einn jrekkt-
asti barnasálfræðingur Dana>
þótt aldrei hefði hann í háskóla
numið þau fræði. Hann skrifaði
margar bækur um barnasálar-
fræði, og byggðust jrær að lang"
mestu leyti á athugunum °g