Eimreiðin - 01.05.1963, Blaðsíða 82
170
EIMREIÐIN
bréf, mundi hann ekki hafa farið
svona leynt með það, En hann
vildi ekki, að hún vissi, að hann
væri farinn að lesa biblíuna.
Enn minntist hún ekki á neitt
við Svein.
Morguninn eftir var biblían á
sínum stað. En á hverju kvöldi
heyrði lnin gengið um stofuna, og
alltaf bjó hún svo um, að hún sá,
ef biblían hafði verið hreyfð. Og
það brást aldrei. Þannig liðu fjór-
ir dagar.
Var Stjáni ekki eitthvað öðru-
vísi en hann átti að sér? Aldrei
hafði hann verið skrafhreifinn, en
þó fannst móður hans hann þögulli
en endranær. Hafði drengurinn,
svona kornungur, orðið fyrir ein-
hverjum vonbrigðum og leitað sér
athvarfs í trúnni? Óhræsis stelp-
urnar þarna niðri í Víkinni! Voru
þær nú farnar að leggja snörur
fyrir drenginn hennar svona ung-
an? Tæpra sautján ára!
Fimmta kvöldið kom Kalli í
Vogi og bað Stjána blessaðan að
koma í knattspyrnu. Stjáni sagðist
ekki nenna því. Þó var laugardags-
kvökl. Einhvern tíma hefði Stjáni
ekki talið það eftir sér í miðri viku.
Geirlaug gat ekki borið þetta ein
lengur og sagði Sveini allt saman,
þegar þau voru háttuð um kvöld-
ið. Og Sveinn varð öldungis for-
viða. Hann sagði, að margur hefði
nú orðið skotinn í stelpu, án þess
að fá hana, og ekki sökkt sér nið-
ur í guðsorð út af því. Ekki tekið
guðsorð frarn yfir knattspyrnu. Og
það á þessari spark- og spyrninga-
öld!
Þau ræddu þetta alvarlega hjón-
in, og Sveinn sagðist ætla að
grennslast eftir því hjá honum
Manga þeirra, hvort Stjáni væri
orðaður við nokkur kvennamál.
Mangi bjó niðri í Víkinni.
Sveinn átti erindi niður í Vík-
ina á sunnudagsmorguninn. Og
hann heilsaði upp á Manga. Þeir
gengu um fjöruna í góðviðrinu og
spjölluðu um sitt af hverju. Mangt
minntist að fyrra bragði á Stjána,
sagði, að hann væri orðinn dugn-
aðarmaður. Sveinn greip tækifærið
og spurði kumpánlega:
„Heldurðu, að Stjáni litli sé
nokkuð farinn að líta á stúlkurn-
ar?“
„Ekki held ég það. Hann kann
ekki einu sinni að dansa,“ svaraði
Mangi.
Þetta sagði Sveinn Geirlaugn
um kvöldið.
„Það er ekkert að marka,“ sagði
hún. „Það eru einmitt þessir dulu
rnenn sem verða þunglyndir.“
Rétt í þessu heyrðu þau gengið
um stofuna og litu hvort á annað-
„Taktu biblíuna úr skápnum a
morgun," sagði Sveinn. „Við sktd-
tim vita, hvort hann spyr efW
henni. Þá gefst tækifæri til að tala
við hann.“
Hún læsti biblíuna niðri í skúffu
og geymdi lyklana vandlega. TveU
dagar liðu. Enginn spurði neins,
þó að biblían væri ekki á sinui®
stað.
Um nóttina var barið ákaft að
dyrum, og Sveinn fór fram. Hann
kom inn aftur, með miklu fáti, °S
sagði, að saltskipið væri kornið-