Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1963, Side 84

Eimreiðin - 01.05.1963, Side 84
172 EIMREIÐIN Og sama álii hafði Sveinn á Guði. Þau sofnuðu sátt og sammála, ])egar þau loksins sofnuðu. Daginn eftir fengu þau vitn- eskju um, að Stjáni væri málkunn- ugur fólkinu í Bakkabæ, livað sem meira var. Geirlaug komst að því, að Stjáni geymdi biblíuna í rúmshorninu, en ekki undir koddanum. Hann hafði bara gleymt að fela hana, ])egar hann fór í saltvinnuna. Hún lagði tvö strá í kross ofan á hana á hverjum degi, og varð þess vör, að flest kvöld var bókin hrevfð. — — Nú var liðinn mánuður frá ])ví að hún komst að trúargrufli Stjána, hvenær sem það hafði byrjað. Þá var það einu sinni, að hún hitti Steinunni í Bakkabæ hjá vin- konu sinni í Víkinni. Geirlaug sat á sér og heilsaði hæversklega. En þegar talið barst að lélegri kirkju- sókn, og Steinunn fór hörðum orð- um um guðleysi, sagði Geirlaug eins og henni bjó í brjósti: „Guði er það víst ekkert þókn- anlegt, að menn séu alltaf með hvítasunnuandlit og tyggist á nafni hans við hvern spón og bita. Að minnsta kosti ætti þetta blessað fólk að sjá aðra í friði og ekki troða upp á það guðrækni sinni. Það getur sjálft setið að sínum heilagleik." Geirlaug var ekki vön að vera framhleypin. En velferð barnsins hennar var í veði, og ])á skipti munnsöfnuðurinn minnstu máli. Steinunn reiddist, sem von var: „Hver fer nteð dylgjur um sak- laust íólk? Ekki ég. Ef þú ert að sneiða að mér fyrir það, að við les- um borðbæn, hjónin, þá leyfi ég mér að segja, að það kemur eng- um við. Er ekki trúfrelsi í land- inu?“ Geirlaug fann, að hún hafði orð- ið sér til minnkunnar. En æth Steinunn vissi ekki upp á sig skömmina? Og þá gat þetta orðið Stjána til góðs. Varla yrði hann velkominn að Bakkabæ hér eftir. Geirlaug sagði Sveini j)etta. Ekki þótti honum það gott, að konan hans skyldi hafa gert sig seka um framhleypni í annarra manna húsum. En að síðustu féllst hann á, að margt væri til vinnandi, ef Stjáni tæki upp sína fyrri hætti- Þau reyndu með öllu móti að koma honum á dansleik næsta laugardagskvöld. Stjáni liorfðt undrandi á foreldra sína. Hann hafði aldrei dansað. Að lokutn hafði hann, með dræmingi, fata- skipti og fór. Geirlaugu þótt þetta ávinning' ur. En Sveinn var á öðru máli við nánari athugun: „Guðrækni og heimselska hafa alltaf farið satn- an,“ sagði hann. Ekki vissu hjónin, hvort það var árangurinn af þessari skemmtun, að Hallur, fermingarbróðir Stjána, kom á sunnudaginn til að heint' sækja hann. Hjónin urðu öllu feg' in sem benti á, að drengurinn væþ ekki með öllu gersneyddur gleð1 þessa heims. Hallur var skynsain- ur og myndarlegur piltur, og góðs
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.