Eimreiðin - 01.05.1963, Síða 88
176
EIMREIÐIN
Samkvæmt nefndri grein Sveins
Benediktssonar, gengur það stór-
glæpi næst að „segja það sem sagan
þarfnast" um viðurkennda útvegs-
menn og skipstjóra, sem horfnir eru
úr heimi vorum, ef þekktir sam-
tímamenn þeirra eða ættingjar eru
enn á lífi — meira að segja meðan
nokkur formaður eða útgerðar-
maður á landsvísu er enn á lífi. —
Hvað mundi þá vanta í hina
fornu frásögn um Kammerráðið á
Skarði, og sjálfa athöfnina, sem
áður er getið, að dómi útgerðar-
mannsins?
Ef marka mætti ádeilu hr. Sveins
Benediktssonar í áður nefndri
grein, þyrfti þar margt að koma
nákvæmar fram, svo sem: 1) Nafn
Kannuerráðsins og ævihlaup, hvar
veizlan stóð; hvort heima á Skarði
eða annars staðar. 2) Nafn döm-
unnar, |x:irrar er Kammerráðið
misgreip sig á og vökvaði í stað
veggjarins. 3) Aidur og ástand
kvenmannsins, vel vottfest. 4)
Hrein mey eða spjölluð og þá af
h\erjum og hvernig? 5) Hæð og
þungi. 6) Ummál um mitti, lend-
ar og brjóst. 7) Augnaráð og munn-
söfnuður. 8) Viðhorf dömunnar til
þessarar vitjunar. 9) Spjöll og bæt-
ur. 10) Fullt nafn og heimilisfang,
aldur og kyn þessa ..einhvers", er
með koppinn kom. (Allt vitnað og
vottfest svo sem af frægasta miðils-
fundi.)
Já, hér þarf fróma frásögn. eng-
an skáldskap eða léttúð. Sá ágæti
útgerðarmaður, hr. Sveinn Bene-
diktsson, segir í áður nefndri grein
sinni:
„Engir nema þessir vesölu höf-
undar hafa leyft sér að segja uni
Sigurð Hallbjarnarson, hinn dug-
mikla skipstjóra og útgerðarmann:
„Makalaus rnaður Sigurður Hall-
bjarnarson. Hann stendur gjall-
andi upp í andlitið á mönnurn og
gerir grín að þeim, setur sig aldrei
úr færi að eignast óvin og verður
vel ágengt, harðduglegum mann-
inum til orðs og æðis. Jón Pálma-
son á Súgandafirði er einn þeirra,
sem Sigurði tekst að egna til fjand-
skapar við sig og sá fjandskapui'
nær út yfir landamæri lífs og
dauða.“
Síðan gerir höfundurinn fulla
grein fyrir þessum ummælum a
næstu blaðsíðum.
Þessi frásögn Jóhannesar Helga
lýsir óvenjulegri dirfsku og snilln
rís liátt yfir flatneskju og hefð-
bundin hundaþúfusjónarmið.
Enginn dauðlegur maður er svo
fullkominn eða heilagur, að hann
geti ekki sætt misskilningi a^
mönnum, eða eignast andstæðing3
og óvin. Sama gildir um Siguro
Hallbjarnarson, „hinn dugmikl3
skipstjóra og útgerðarmann“. Ég a
bágt með að trúa því að DjöfuH"
inn og Drottinn hafi ekki tefb
sína skák í honum, rétt eins og 1
hverjum öðrum almennilegun1
manni.
í mínu ungdæmi gat það konuð
fyrir í opnu úthafinu fyrir ano'
nesjum Vesturkjálkans, að ha’tt£l
yrði sjóferðarbæninni í miðjuU1
lestri, vegna ágjafar. Var þá sleg'
inn botninn í bænina í einu vet'