Eimreiðin - 01.05.1963, Page 94
182
EIMREIÐIN
Næsta kafla nefnir skáldið: Hinar
tvcer áttir. Eru það sundurlaus kvæði,
hvert öðru snjallara. Má benda á kvæð-
in: Hinn fjórði vitringur frá Austur-
löndum, um manninn, sem kemur of
seint og grípur í tómt; ljóðperlurnar
Undrið og Hinar tvær áttir. En af
jteim öllum l)er j)ó fyrsta kvæðið,
Söknuður, ef til vill stórbrotnasta
kvæði Hannesar. Það er eftirmæli um
náinn ástvin, sem kunnuga grunar
hver rnuni vera. Islenzkur erfiljóða-
kveðskapur hefur liingum verið fjöl-
skrúðugur, og sómir ]>essi gimsteinn
sér vel í }>ví sörvi:
Fjallið sem þögult fylgdi mér eftir
hvert skref
hvert fótmál sem ég steig, nú er
það horfið.
A beru svæði leita augu mín athvarfs.
•Um eilífð á burtu fjallið sem fylgdi
mér eftir
tíl fjarstu vega, gnæfði traust
mér að baki.
Horfið mitt skjól og hreinu,
svalandi skuggar.
Nú hélar kuldinn hár mitt j>egar ég sef
og hvarmar mínir brenna þegar ég
vaki.
Næsti kafli heitir: Stund einskis,
stund alls, flokkur sjö smákvæða,
óhlutbundinna og frjálsra í sniðum,
•en leyna á sér. Ef til vill verður þó
þessi kaflinn seinastur til almennra
winsælda; nokkuð torskilinn er hann
:á köflum.
Þá er kaflinn Staðir, átta svipmyndir
frá útlöndum, snjallar allar, hæfa sum-
ar gersamlega í mark. Allir, sem komið
hafa til Köln í Þýzkalandi, þó ekki sé
nema á liraðri ferð, sjá að hið örstutta
kvæði Hannesar lýsir yfirbragði þess-
arar stórborgar skýrar en nokkrar ljós-
myndir:
Allt hnígur lárétt fram:
lygnt fljótið
líf götunnar
lestin á brúnni
allt — nema kirkjan
ofar kynslóð og stund.
Sjá línur turnanna
streyma lóðrétt upp
og nema ekki staðar
þótt steininn j>rjóti
lieldur lyfta sér til flugs
og fljúga burt, stefna
lóðrétt til himna
á Herrans fund.
Þessa sjón sjá kannski allir. En þa®
er aðeins snillingur, sem grópar hana
í slíka hnotskurn.
í síðasta kaflanum, Sonnetturtii
bregður rímsnillingurinn skagfirzki ser
á leik — leik í rími, orðum og hug'
myndum. Rúm Eimreiðarinnar leyfh
mér ekki að rekja fleiri dæmi, en ekk>
get ég stillt mig um að benda á eitt
dæmi þess hve mikið yndi Han1165
Pétursson hefur af því að sprevta sig
á þeim möguleikum, sem málið legS'
ur í hendur ]>ess, sem með kann að
fara.
í sonnettunni um Fenrisúlf leiku'
skáldið sér að }>ví að byrja nær alla’
ljóðlínurnar á sagnorðum, og nær n>e^
]>ví ótrúlegum hraða og spennu í ha
sögnina um hið ólma dýr; ]>ar seg>'
mn úlfinn:
.... bíður þar til þráðum vopnady11
þoka nær hin spáðu endalok.
Man er Gleipnir sjállur sundur l>rast'
Sér að hvergi er fundinn annar nyr-
Bíður. Enginn fjötur nógu fast
felldur mun á þetta grimma dýr.