Eimreiðin - 01.01.1965, Side 16
4
EIMREIÐIN
í hvert skipti þykir mestum tíðindum sæta í heiminum, að undan-
skildum almennum fréttum um stjórnarfar og annað því urn líkt,
sem helzt er blaðamatur. Mun kostað kapps um að þessar greinar
verði bæði santdar af þeim mönnum, er vit hafa á, og í slíku sniði,
að þær geti orðið við alþýðuskap.
Til þess að efni ritsins geti orðið sem fjölbreyttast, að unnt er,
mun í því lylgt sem meginreglu, að hafa hverja ritgerð sent stytzta;
mun því engin sú ritgerð, sem er lengri en ein örk prentuð, verða
tekin í það, nema um stórmál sé að ræða, er hafi afarmikla þýðingu
lyrir almenning. En berizt ritinu góðar sögur, mun þeim eigi hafnað
þótt þær séu hóti lengri, og ber það einkum til ]>ess, að þeim er eigi
ætlað rúm í öðrum tímaritum.
Svo er til ætlazl að ritið komi út í 5 arka heftum að minnsta kosti
tvisvar á ári. Hvert hefti verður selt sérstakt og á að kosta 1 krónu.
Ritið mun að jafnaði verða prýtt með inyndum til skemmtunar og
skýringar.
Oss er ]>að fulljóst, að eigi ritið að geta náð tilgangi sínum, þá
verður það að njóta aðstoðar margra góðra manna, enda munum
vér gera oss far um að afla oss sem beztra samverkamanna meðal
allra þeirra, er íslenzka tungu rita, hvar sem ]>eir eru biisettir í
heiminum. Auk undirritaðs ritstjóra hafa þessir heitið oss liðsinni
sínu:
Bjarni Jónsson, cand. mag. (málfr.).
Björn Sigurðsson, kaupmaður.
Bogi Melsted, cand. mag (sagnfr.).
Ditlev Thomsen, kaupmaður.
Finnur Jónsson, dr. phil., háskólakennari.
Gísli Brynjólfsson, læknir.
Guðmundur Björnsson, læknaskólakennari.
Guðmundur Magnússon, læknaskólakennari.
Haraldur Níelsson, stud. tljeol.
Helgi Jónsson, stud. mag. (náttúrufr.).
Jón Helgason, prestaskólakennari.
Jón Jónsson (frá Múla), alþingismaður.
Jón Jónsson, stud. mag. (sagnfr.).
Klemenz Jónsson, sýslumaður.
Kristján Sigurðsson stud. mag. (sagnfr.)
Magnús Torfason, yfirdómsmálaflutningsmaður.