Eimreiðin - 01.01.1965, Síða 19
EIMREIÐIN
7
og merka stjórnmálaferil sinn; nafn ritsins mun hann líka einmitt
liafa valið með hliðsjón af því brennandi áhugamáli sínu, að koma
á eimreiðasamgöngum hér á landi, en á sumarþinginu 1894 hafði
hann framsögu fyrir því máli á Alþingi, og lyrsta ritgerð lians í
Eimreiðinni heitir „Járnbrautir og akbrautir". (Sjá bls. 36.)
Annars er líklegt, að stofnun tímaritsins hafi átt sér alllangan að-
draganda þótt boðsbréfið sé ekki sent út fyrr en sarna árið og Eim-
reiðin hóf göngu sína. Til þess bendir meðal annars „nefndarálit“
Félagsins nafnlausa, sem dagsett er í Kaupmannahöfn 18. septem-
ber 1892, en þar er einmitt fjallað um stofnun tímarits með þeim
liætti, sem síðar var framkvæmt, er Eimreiðin hóf göngu sína.
Nefndarálit þetta hljóðar svo:
Nefndarálit
Nefndin ræður félaginu nafnlausa frá Jjví að takast sjálft á hend-
ur að gefa út nýtt tímarit, en leggur hins vegar til að það styðji að
stolnun slíks rits undir stjórn (eins ákveðins ritstjóra) sem hali allan
ve§ °g vanda ;d útgáfunni. Verður sá stuðningur látinn í té á þann
hátt og með þeim kostum, er nú skal greina:
I. 1. Félagið kostar ka]>ps um að útvega að gjöf það lé, sem við
þarf, til þess að koma tímaritinu á fót. Er svo til ætlast að til
þess þurfi 1000 krónur, og skal þeinr aðeins varið í ritsins
þarfir. Þykir hæfilegt að áætla tillag hvers stolnanda 25 krón-
ur, nema menn vilji meira gela.
2. Félagsmenn leitist við, að styðja að útbreiðslu ritsins bæði
heima á íslandi og í útlöndum.
II- Sá, sem tekur að sér útgáfu ritsins lofar:
1. að láta ritið hlaupa af stokkunum þegar er stofnfé ritsins er
orðnar 1000 kr. og þær innborgaðar til ritstjórans.
2. að verja stofnfénu eingöngu í ritsins þarfir, þannig að af því
greiðist allur útgáfukostnaður (prentun, pappír, ritlaun, inn-
hefting, kostnaður við útsending, ritfæri og prófarkalestur,
er höfundarnir annast hann eigi sjállir), og ennfremur að
verja öllu því, sem inn kemur fyrir ritið, sjálfu því til um-
bóta, og aukningar, ef svo vel vildi takast að því hlotnuðust
kaupendur svo margir, að nokkuð yrði algans kostnaði.
3. að halda ritinu út meðan fé er fyrir hendi, en skyldi svo fara
að ritið hætti af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum, þá skipta