Eimreiðin - 01.01.1965, Side 34
99
EIMREIÐIN
Um Einar Benediktsson hefur, í tilefni af hundrað ára afmæli
lians 31. október síðastliðinn, meira verið rætt og ritað undanfarnar
vikur en nokkurntíma var gert á jafnfáum vikum meðan hann lifði
hér á jörð. Hann hefur þannig allra manna
bezt sannað sín eigin upphafsorð kvæðis-
ins Öldulíf: „Sá deyr ei, sem heimi gaf líf-
vænt lj<)ð“, og sýnir hver skáldjöfur hann
er orðinn fyrir ljóð sín. Ég kynntist honum
fyrst vorið 1911, en hafði að vísu áður séð
hann alloft, lesið ljóð lians og hlýtt á mál
hans hér í höfuðstaðnum, svo sem á stúd-
entafundum. í minni mínu er persónuleiki
hans hvorttveggja í senn, rammefldur og
viðkvæmur. Fá eða engin íslenzk skáld liafa
tekið mestu vandamál mannsandans fastari
tökum í ljóði né nálgast skáldgyðjuna með
meiri lotningu og bljúgari hug en hann.
Þótt leitað sé vandlcga í öllum hans ljóðum, verður hvergi fund-
in seyrð hugsun né klúr, þótt stundum hrytu honum of vörum
mergjaðar orðatiltektir í kunningjahópi. Kvæðin „Stórisandur",
„Elivogar" og „Hvammar" birtust fyrst í Eimreiðinni. Ég hafði séð
þau hjá honum í handriti, og auðvitað tók ég því með þökkum að
fá að birta þau, Stórasand 1924, Elivoga 1926 og Hvamma 1927. Þá
birti ég einnig ritgerðir hans, „Alhyggð“, „Gáta geimsins“, „Sjón-
hverfing tímans" og fleira eftir hann um svipað leyti. Handrit sín
ritaði hann með blýanti. Þau voru skýrt og greinilega skrifuð, en oft
orð afrnáð með strokleðri eða strikuð út og önnur sett inn í staðinn.
Var vandvirkni hans sýnilega orsökin.
Ritgerðirnar þrjár, sem égnefndi, um lífsskoðun Einars, bera þess
glögg merki, að hann var dulhyggjumaður og hugsaði mikið urn
þau mál. Hann hafði kynnst indverskum dulfræðingi í London, sem
virðist hafa haft mikil áhrif á hann í þessum efnum. Eitt sinn sagði
hann mér, að hann hefði orðið vottur að aflíkaman (dematerializa-
tion) þessa vinar síns, þar sem þeir voru saman tveir einir á hótel-
herbergi í London og ræddu um þessi mál. Ekki efast ég um, að
Einar hafi skýrt rétt frá þeim atburði, svo mikil alvara og einlægni
sem var í lýsingu lians. Allmörg vottlest dæmi eru til bæði fyrr og
síðar um þessi fyrirbæri, sem ekki liafa verið skýrð enn til hlítar
á vísindalegan hátt, svo ég hafi um þetta algengt og allþvælt orðalag.
Eina r 11 cn cil ili Issun