Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1965, Síða 34

Eimreiðin - 01.01.1965, Síða 34
99 EIMREIÐIN Um Einar Benediktsson hefur, í tilefni af hundrað ára afmæli lians 31. október síðastliðinn, meira verið rætt og ritað undanfarnar vikur en nokkurntíma var gert á jafnfáum vikum meðan hann lifði hér á jörð. Hann hefur þannig allra manna bezt sannað sín eigin upphafsorð kvæðis- ins Öldulíf: „Sá deyr ei, sem heimi gaf líf- vænt lj<)ð“, og sýnir hver skáldjöfur hann er orðinn fyrir ljóð sín. Ég kynntist honum fyrst vorið 1911, en hafði að vísu áður séð hann alloft, lesið ljóð lians og hlýtt á mál hans hér í höfuðstaðnum, svo sem á stúd- entafundum. í minni mínu er persónuleiki hans hvorttveggja í senn, rammefldur og viðkvæmur. Fá eða engin íslenzk skáld liafa tekið mestu vandamál mannsandans fastari tökum í ljóði né nálgast skáldgyðjuna með meiri lotningu og bljúgari hug en hann. Þótt leitað sé vandlcga í öllum hans ljóðum, verður hvergi fund- in seyrð hugsun né klúr, þótt stundum hrytu honum of vörum mergjaðar orðatiltektir í kunningjahópi. Kvæðin „Stórisandur", „Elivogar" og „Hvammar" birtust fyrst í Eimreiðinni. Ég hafði séð þau hjá honum í handriti, og auðvitað tók ég því með þökkum að fá að birta þau, Stórasand 1924, Elivoga 1926 og Hvamma 1927. Þá birti ég einnig ritgerðir hans, „Alhyggð“, „Gáta geimsins“, „Sjón- hverfing tímans" og fleira eftir hann um svipað leyti. Handrit sín ritaði hann með blýanti. Þau voru skýrt og greinilega skrifuð, en oft orð afrnáð með strokleðri eða strikuð út og önnur sett inn í staðinn. Var vandvirkni hans sýnilega orsökin. Ritgerðirnar þrjár, sem égnefndi, um lífsskoðun Einars, bera þess glögg merki, að hann var dulhyggjumaður og hugsaði mikið urn þau mál. Hann hafði kynnst indverskum dulfræðingi í London, sem virðist hafa haft mikil áhrif á hann í þessum efnum. Eitt sinn sagði hann mér, að hann hefði orðið vottur að aflíkaman (dematerializa- tion) þessa vinar síns, þar sem þeir voru saman tveir einir á hótel- herbergi í London og ræddu um þessi mál. Ekki efast ég um, að Einar hafi skýrt rétt frá þeim atburði, svo mikil alvara og einlægni sem var í lýsingu lians. Allmörg vottlest dæmi eru til bæði fyrr og síðar um þessi fyrirbæri, sem ekki liafa verið skýrð enn til hlítar á vísindalegan hátt, svo ég hafi um þetta algengt og allþvælt orðalag. Eina r 11 cn cil ili Issun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.