Eimreiðin - 01.01.1965, Qupperneq 66
54
EIMREIÐIN
seni hafði afneitað veröld fram-
tíðarinnar. hað var uggvænleg
sjón, senr fyllti hana ólýsanlegum
ótta. Öll sú ánægja, sem hug-
myndaflug hennar hafði veitt
henni af tilhugsuninni um ást
prestsins, lrvarf á svipstundu.
Væri hann búinn að fórna ver-
öld framtíðarinnar hennar vegna,
þá var það eins víst, að þeirrar
veraldar yrði hún aldrei aðnjót-
andi.
Mikla Keisaralega Hjákonan
liorfði niður á fallegu fötin sín
og fallegu hcndurnar sínar. Svo
horfði hún út í garðinn á ófrítt
andlit gamla prestsins og fátæk-
leg klæði hans. Það var eitthvað
hræðilegt og töfrandi við þá
staðreynd, að samband skyldi
vera milli þeirra tveggja.
Hversu ntjög stakk þetta ekki
í stúf við fagra draumsýn henti-
ar. Mikli Presturinn virtist nú
einna helzt líkjast einhverri veru
sem liefði haltrað beina leið út
úr sjálfu Helvíti. Það var ekkert
eftir af dyggðuga manninum,
með birtu Hreina Landsins í
kjölfarinu. Bjarmi sá, sem Iiafði
veitt honum innri ljómun og
minnt hana á birtu Hreina
Landsins var horfinn með öllu.
Enda þótt þetta væri örugglega
sanri maðurinn og luin hal'ði séð
standa r ið Shigavatn, var hann
engu að síður gjörólík persóna.
Líkt og gengur og gerist með
hirðfólk, var Mikla Keisaralega
Hjákonan vön því að vera á
verði gagnvart sínunr eigin geðs-
hræringum, einkum ef hún stóð
andspænis einhverju, sem búast
mætti við að snerti lrana nijög
djúpt.
Nú, þegar hún stóð andspænis
sönnuninni fyrir ást Mikla
Prestsins, lnast liana lmgrekki
við þá umhugsun, að ástríðan
fullkomna, sem hana hafði
dreymt svo lengi um, skyldi birt-
ast henni á svona hversdagslegan
hátt.
Þegar presturinn lrökti inn í
höfuðborgina studdur við prikið
sitt, Iiafði hann næstum því
gleymt allri þreytu. Hann komst
óséður inn á land hallarinnar,
þar sem Mikla Keisaralega Hjá-
konan bjó og lrorfði á höllina
yfir garðinn. Bak við þessi tjöld
sat konan, sem hann elskaði.
Nú, þegar aðdáunin hafði tek-
ið á sig mynd hreinleikans, byrj-
aði veröld framtíðarinnar að
opnast sjónum Mikla Prestsins
á ný. Aldrei fyrr hafði hann séð
Hreina Landið svo ósnortið, svo
skínandi bjart. Þrá hans eftir
því varð næstum því ástríðu-
þrungin. Nú var það orðið hon-
um formsatriði að ná fundi
Miklu Hjákonunnar, að tjá
ást sína og losa sig þannig í eitt
skipti fyrir öll við þær óhreinu
hugsanir, sem bundu liann þess-
ari veröld og voru honum Þránd-
ur í Götu á leið hans til Hreina