Eimreiðin - 01.01.1965, Side 68
56
EIMREIÐIN
eftir annað leit hún út gcgninn
tjöldin. Hann stóð þarna hreyf-
ingarlans. Kvöldljósin vörpuðu
birtu sinni yfir garðinn, en enn-
þá stóð hann þarna.
Mikla Keisaralega Hjákonan
varð lirædd. Henni fannst það,
sem hún sá í garðinum, vera lii-
andi ímynd „mikillar villu með
djúpstæðum rótum“, sem lnin
hafði lesið um í Ijóðum Búdda.
Hún varð yíirkomin af hræðslu
við að falla niður í yztu myrk-
ur. Nú var hún búin að afvega-
leiða svona virðulegan prest, og
þá gat hún ekki búizt við því
að komast til Hreina Landsins.
Hún mundi lenda í Helvíti, og
lienni var alltof kunnugt um þær
skelfingar, sem þar biðu hennar.
Ylirmannlega ástin, sem hana
hafði dreymt tun, var hrunin
skýjaborg. Var það ekki bölvun
að vera elskuð á þennan liátt.
Mikli Presturinn eygði Hreina
Landið að baki henni, en bak
við prestinn skynjaði hún ein-
ungis Helvíti og kvalir þess.
Þessi drembiláta aðalskona
var of stolt til þess að láta und-
an ótta sínum án baráttu, og nú
reyndi hún að safna öllu, sem
hún átti af meðfæddri hörku.
Hún reyndi að telja sjálfri sér
trú um, að presturinn mundi ör-
magnast og hníga niður fyrr eða
seinna. Hún leit út gegnum
tjöldin og hélt, að nú hlyti hann
að liggja á jörðinni. En henni
til gremju stóð hann þarna
hreyfingarlaus.
Nóttin lagðisL yfir, og í tungl-
skininu líktist presturinn einna
helzt vörðu úr hvítleituin bein-
um.
Konan gat ekki sofið fyrir
ótta. Hún horfði ekki lengur
gegnum tjöldin hefdur snéri
baki við garðinum. Samt þóttist
hún stöðugt finna augnaráð
Mikla Prestsins smjúga gegnuin
merg og bein.
Hún vissi, að þetta var ekki
venjuleg ást. Mikla Keisarafega
Hjákonan bað. Hún bað fyrir
Hreina Landinu af meiri afvöru
en nokkru sinni fyrr. Hún bað
af ótta við það að vera elskuð
og af ótta við það að hrapa til
Heljar. Hún bað fyrir sínu eigin
Hreina Landi, Landinu Hreina,
sem hún reyndi að varðveita í
sínu eigin hjarta. Það var frá-
brugðið Hreina Landinu prests-
ins, og hafði ekkert samband við
ást hans. Hún var þess fullviss,
að ef hún nefndi það við hann,
þá mundi það þegar í stað leys-
ast upp og verða að engu. Hún
reyndi að telja sjállri sér trú um,
að ást prestsins kæmi sér ekki
við. Sú ást væri einldiða, tilfinn-
ingar hennar ættu þar engan
hlut að máli, og það væri engin
ástæða til þess að ætla, að slík
ást gæti orðið þröskuldur á vegi
hennar til Hreina Landsins.
Jafnvel þó að Mikli Presturinn