Eimreiðin - 01.01.1965, Síða 80
G8
EIMREIÐIN
ar. Virkisveggurinn, sem umlykur
borgina er rauðgrár að lit. Sama
gegnir um varðturnana og borgar-
hliðin, kirkjurnar og brýrnar yfir
Tajo — ána, sem myndar hið ákjós-
anlegasta virki frá náttúrunnar
hendi. Þessi rauðgrái litur er hvar-
vetna fyrir augnm manns hvert
sem litið verður. Hann er drunga-
legur í jjungbúnu veðri og rign-
ingu, en stirnir á hann í sólskini.
Ég hef aldrei séð lit taka þvílík-
um breytingum.
Það má með sanni segja, að
Toledo sé forneskjuleg, samfelldur
forngripur Irá rótum — eða ef
menn vilja heldur — safn af forn-
minjum. Hvert hús í þessari und-
arlegu borg er iomgt ipur — ný hús
eru þar ekki til — og í hverju húsi
er safn forngripa, enda þótt þau
séu flest í einkaeign og ekki til
sýnis almenningi eða ferðafólki.
En Toledo er annað og meira
en það að vera sérkennileg borg og
forneskjuleg að útliti. Hún á að
baki meiri og sérkennilegri sögu en
nokkur önnur borg Spánar, stór
eða smá. Þetta er borg mikilla at-
burða og mikilla örlaga, borg
mannaforráða og auðæfa, menn-
ingar og vizku, borg þjáninga,
harðneskju og blóðsúlhellinga, en
líka borg hins fullkomnasta glæsi-
leika og æðstu hamingju.
l’oledo var um skeið miðdepill
veraldarbyggðar jafnt á sviði
stjórnmála sem menningar. Það
kvað svo ramt að því, að páfarnir
sóttu þangað ráð og ákvarðanir,
þjóðhöfðingjar skull'u fyrir vehli
hennar og þar voru örlög lieilla
ríkja ákveðin. í Toledo bjuggu
skáld og listamenn sem mörkuðu
tlmamót og sköpuðu sér ódauðlegu
frægð. Spánverjar sjálfir halda því
fram að Toledo hafi verið eftirlæt-
isborg guðs almáttugs á jörðinni-
Hún hefur iðulega verið kölluð
Róm Spánar og ekki að ófyrirsynju.
Á veldistímum borgarinnar bjuggU
í henni 200 þúsund manns. Nú búa
á sama fleti, og sennilega í sanu1
húsafjölda aðeins liðlega 20 þús-
und íbúar.
í einu tilliti hefur þó ekki fækk-
að í Toledo. Það eru kirkjurnar.
Þær eru 90 talsins, auk 18 klaustra.
Miðað við íbúafjölda skilst mér að
Reykjvíkingar ættu ;ið hafa eiti'
Iivað yfir 300 kirkjur. Ég spurði
ekki um það hvori messað væri i
þeim öllum, ett tel það hinsvegai’
ekki neinn vafa. Ég hef aldrei séð
kaþólska kirkju, sem ekki er mess-
að í. Það er líka sagt, að í Toledo
sé trúræknin svo mikil, að hver
íbúi hlýði 7 sinnum á messu á dag
að meðaltali. Ekki að furða þóU
þetta sé eftirlætisborg guðs á jörð-
inni.
Dómkirkjan I Toledo er eitt aí
frægustu guðshúsum Spánarríkis.
Og það sem meira er, liún er
í röð fegurslu kirkna heims og
geymir fjölda listaverka færustu
listamanna Spánar frá öllnm öld-
um. Kirkjan er óhemju bákn að
stærð. Það tók margar aldir að
byggja hana, enda sagt, að hún se
byggð í öllum þeim stíltegundiuU.
sem þekkjast fram á þennan dag-
Þrátt fyrir þetta er kirkjan fögi"
að utan sem innan. Sumir telj;l
hana svo fagra, að ferð úr fjarlæg'
nm löndum svari kostnaði, þott