Eimreiðin - 01.01.1965, Qupperneq 86
74
EIMREIÐIN
lét myrða þá. Þetta gerði hann lil
að treysta völd sín í borginni, en
þessarar nætur er síðan minnzt ár
hvert í Toledo, sem eins hins
hryllilegasta atburðar, sem þar hef-
ur skeð.
Ég get að sjálfsögðu lítið fullyrt
um grimmd Mára á Spáni. Vaía-
laust hafa þeir verið hörkutól,
óvægnir og grimmir. En það voru
katólikkarnir líka og ef til vill
ekkert mildari né miskunnsamari
en Márarnir. Hitt er svo al'tur víst,
að Márar voru í ýmsu tilliti mikil
menningarþjóð og byggingarstíll
þeirra svo frábær að mér cr til efs
að nokkru sinni hafi verið gerðar
stílhreinni og fegurri byggingar, en
þær, sem Márar byggðu á Spáni.
í heild má segja, að Toledo hafi
orðið fyrir miklum áhrifum lræði
frá gyðingum og Márum í efna-
hagslegu og menningarlegu tilliti.
Márarnir breyttu synagé)gum gyð-
inganna í moskur (múhameðstrú-
armusteri) og katólikkarnir svo
moskunum aftur í kirkjur. Þvílík-
ar breytingar hafa óhjákvæmilega
valdið' andlegum byltingum og
hugarróti. En andstæðurnar, sem
við þetta hafa skapazt hafa aftur
á móLi ]jlægt jarðveginn iyrir alls-
konar hugsjónum og menningar-
byltingum, sem sigla jafnán í kjöl-
far trúarbragðaofstækis.
Ein af mestu stclrbyggingum í
Toledo er forn herkastali og að-
setur fursta og konunga, sem ráð-
ið hafa ríkjum þar í borg. Kastal-
inn heitir Alcazar. Hann á að baki
sér sögu — frá síðustu árum — sem
talin er hafa skipt hvörfum í úr-
slitabaráttu Erancos um völdin á
Spáni.
Mig rak minni til að hafa lesið
um einhverja írækilega vörn —
Erancomanna í Alcazar, og lagði
þess vegna einn mín liðs um hinar
Jiröngu götur 4’oledo í leit að kast-
alanum. En ég fann hann ekki.
Rakst liins vegar á garnla bellikerl-
ingu, lagði 10 peseta í lófa liennar
og fékk að smella af lienni mynd.
Sama leikinn ætlaði ég að leika við
unga signorítu, en Jjegar ég bauð
henni peninga, lmyklaði hún brún-
irnar og augun gneistuðu af bræði.
Þegar ég stakk aurunum aftur í
minn eigin vasa, brosti liún af öll-
um sínum yndisJjokka. Stoll henn-
ar hafði ekki verið brotið á bak
aftur og hún hafði unnið sigur.
Þegar ég kom til baka úr þessari
villuför minni spurði ég leiðsögu-
konu okkar, hávaxna, Ijóshærða
stúlku, hvort hún vildi ekki sýna
mér Alcazar-kastalann. Hún hló
við eins og hún var vön, en liristi
síðan höfuðið. Nei, sagði liún, Jrað
er bannað að sýna kastalann sem
stendur vegna Jíess að hann er enn
í viðgerð eftir borgarastyrjöldina.
Hann var grátt leikinn, bætti hún
við.
Þegar ég spurði hana hvað Jrar
hafi gerzt, bauðst hún til að segja
mér þá sögu í stuttu rnáli. Það var
í eina skiptið sem liún hló ekki,
eða gerði að gamni sínu, Jregar hún
lýsti atburðum eða skýrði J)að sem
lyrir augun bar.
Jú, J)að var herskóli í Alcazar
J)egar rauðliðar réðust inn í Tole-
do og tóku herskildi snemma í
borgarastyrjöldinni. Foringi skól-