Eimreiðin - 01.01.1965, Síða 92
Norræn listverðlaun afbent í Reykjavík
Það var hátíðleg athöfn og sér-
stæður viðburður í Þjóðleikhúsinu
16. febrúar síðastliðinn, ]>egar af-
hent voru þar bókmennta- og tón-
listarverðlaun Norðurlandaráðs,
en þetta var í fyrsta sinn sem tón-
listarverðlaunum ráðsins var út-
hlutað og fjórða skiptið, sem bók-
menntaverðlaun voru afhent, en
einnig í fyrsta sinn, sem þeim er
tvískipt.
Tveir af verðlaunahiifunum
voru ]rarna viðstatldir, og veittu
verðlaununum sjálfir viðtöku,
sænski rithöfundurinn Olaf I.ager-
crantz og landi lians, tónskáldið
Karl-Birger Blomdahl, — en sá
þriðji var fjarstaddur við þetta
tækifæri, færeyski rithöfundurinn
William Heinesen, sem deildi bók-
menntaverðlaunum við Lager-
crantz. Ekki var helclur færeyski
fáninn í fánaborg hinna Norður-
landaþjóðanna, og þótti sumum
hinar „diplomatisku „etikettur"
helzti harðsnúnar í þessu tilfelli,
]>ar sem sonur Færeyja var einn
])eirr;t, sem athöfnin var lielguð,
og heiðraður var.
Um úthlutun bókmenntaverð-
launa Norðttrlandaráðs að ])esstt
sinni hefttr mikið verið ritað, bæði
hér á larnli og í blöð á hinum
Norðurlöndunum, og gagnrýni
borin á dómnefndina, einkum fyr-
ir það að skipta verðlaununum
milli tveggja höfunda. Meira að
segja hefur verið dregin í efa heim-
ild nefndarinnar til slíkra vinnu-
bragða, og þau talin brjóta í bága
við ])ær reglur, sent eigi að gilda
við úthlutunina. Mun })essi skoð-
un meðal annars hafa kontið fram
í dómnefndinni sjálfri, sbr. grein
eftir Helga Sæmundsson, einn
dómnefndarmannanna í Alþýðu-
blaðinu 24. febrúar s. 1. Þá bar
þetta einnig á góma á funduni
Norðurlandaráðs í Reykjavík, og
kom þar fram gagnrýni á dóm-
nefndina fyrir skiptingu bé)k-
menntaverðlaunanna og þetta for-
dæmi talið kunna að leiða til ])ess
að verðlaununum verði margskipt
síðar, þannig að hinn upprunalegt
tilgangur Norðurlandaráðs með
verðlaunaveitingunni retini út í
sandinn og verðlaunin verði næsta
lítilsvirði.
Við afhendingtt verðlaunanna í
Þjóðleikhúsinu á dögunum vék
prófessor ]ohannes Dale frá Nor-
egi að því í fyrirlestri um höfund-
ana og verk ])eirra, að þetta væri
í fyrsta — „og sennilega síðasta
sitin“ — sem bókmenntaverðlaun-
um Norðurlandaráðs væri skipt, en
hann lagði áherzlu á það, að þótt
peningattpphæðinni væri deih
milli Heinesen fyrir skáldsögn
hans Gé>ð von, og Lagércrantz l’yrii'
ritverkið um Dante, þá væri heið-
urinn óskiptur og báðir höfund-
arnir verðskulduðu hann.
Sænska tónskáldið Karl-Birger
Blomdahl, sem hlaut tónlistarverð-