Eimreiðin - 01.09.1965, Page 26
222
EIMREIÐIN
germönskum uppruna en finnskum, og hafi Finnar lært eigi að-
eins hina stórmerkilegu söngaðferð, heldur einnig sjálfan háttinn,
fornyrðislagið, Bjólfshátt, eða hina forgermönsku langlínu af Nor-
rænum mönnum eða Gotum. Það er langt síðan Ottó Andersson
komst að þessari niðurstöðu um fornyrðislag og Kalevalalag. Því
hann fann að hvoran háttinn um sig mátti syngja með sama Kale-
valalagi. Nú er ein lína í Kalevalalagi ávallt sungin óbreytt með
sama lagi eins og Frakkar syngja sína Chanson de geste með einti
lagi. Mér þykir líklegt að þetta hafi upphaflega verið svo um forn-
yrðislag, þótt nú skiptist það í átta vísuorða erindi. Þetta styrkist
líka af vest-germönsku langlínum Bjólfskviðu sem heidur ekki fell-
ur í erindi. Þetta styrkist líka af Hómerskvæðum, þar sem ein lína
er eining kvæðisins. Fer bezt á því um frásagnarkvæði.
Frá því skömmu eftir Krists burð voru Lappar og Finnar nágrann-
ar norrænna manna og lærðu af þeim mikið af menning þeirra og
orðum er menningunni fylgdi, en vegna íhaldssemi sinnar eru
þessi orð nú með elztu menjum norræns máls og menningar. Má
til dæmis nefna napakaira, sem á norrænu varð nafarr, en með þessu
verkfæri boraði Óðinn gegnum berg til þess að komast að Óðreri,
eða skáldamiðinum. Annað frægt orð er ruhtinas, er síðar varð
drottinn. Það mun upphaflega hafa merkt konung á íslenzku, enda
var drótt hirð hans, en dróttkvœði, kvæði frambærileg fyrir hirðinni-
Loks hafa Finnar lært runo, kvæði, af norrænu rúnunum, en það
orð er oftast haft um norræna leturgerð, en mjög var það letur
göldrum blandið og leynitáknum. Collinder upplýsir að helminguv
Kalevala að minnsta kosti séu galdraformálar.
En ef víxlkveðandin er af germönskum uppruna þá er líklegt að
skáldin tvö í Widsiþ sem skáldið kallar „vit Skillingur," hafi líka
kveðist á í víxlkveðandi annað hvort vísuorð: Ég stakk upp á þessu
við prófessor Kemp Malone þegar hann var að vinna að fyrstu
útgáfu kvæðisins Widsith (London 1936) vegna þess, að mér var
kunnugt um, hvernig finnskir Kalevala kvæðamenn iðkuðu hana
í kvæðum sínum. Þá datt mér ekki í hug, að ég mundi finna na-
kvæmlega sömu aðferðina í Sturlungu 1950. Að sjálfsögðu getur
Malone um greinar mínar um víxlkveðandi í Skírni, Budkavlen og
Arv (á ensku) 1951 í annarri útgáfu sinni af Widsith (Khöfn 1962)-
Sú bók var tileinkuð mér og þótti mér vænt um. Síðan hef ég birt
aðra grein um „Víxlkveðandi og Andsvarasöng“ í Skirni 1962, en
sú grein stendur í mörgu til bóta. Það er álit margra fræðimanna