Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1965, Síða 26

Eimreiðin - 01.09.1965, Síða 26
222 EIMREIÐIN germönskum uppruna en finnskum, og hafi Finnar lært eigi að- eins hina stórmerkilegu söngaðferð, heldur einnig sjálfan háttinn, fornyrðislagið, Bjólfshátt, eða hina forgermönsku langlínu af Nor- rænum mönnum eða Gotum. Það er langt síðan Ottó Andersson komst að þessari niðurstöðu um fornyrðislag og Kalevalalag. Því hann fann að hvoran háttinn um sig mátti syngja með sama Kale- valalagi. Nú er ein lína í Kalevalalagi ávallt sungin óbreytt með sama lagi eins og Frakkar syngja sína Chanson de geste með einti lagi. Mér þykir líklegt að þetta hafi upphaflega verið svo um forn- yrðislag, þótt nú skiptist það í átta vísuorða erindi. Þetta styrkist líka af vest-germönsku langlínum Bjólfskviðu sem heidur ekki fell- ur í erindi. Þetta styrkist líka af Hómerskvæðum, þar sem ein lína er eining kvæðisins. Fer bezt á því um frásagnarkvæði. Frá því skömmu eftir Krists burð voru Lappar og Finnar nágrann- ar norrænna manna og lærðu af þeim mikið af menning þeirra og orðum er menningunni fylgdi, en vegna íhaldssemi sinnar eru þessi orð nú með elztu menjum norræns máls og menningar. Má til dæmis nefna napakaira, sem á norrænu varð nafarr, en með þessu verkfæri boraði Óðinn gegnum berg til þess að komast að Óðreri, eða skáldamiðinum. Annað frægt orð er ruhtinas, er síðar varð drottinn. Það mun upphaflega hafa merkt konung á íslenzku, enda var drótt hirð hans, en dróttkvœði, kvæði frambærileg fyrir hirðinni- Loks hafa Finnar lært runo, kvæði, af norrænu rúnunum, en það orð er oftast haft um norræna leturgerð, en mjög var það letur göldrum blandið og leynitáknum. Collinder upplýsir að helminguv Kalevala að minnsta kosti séu galdraformálar. En ef víxlkveðandin er af germönskum uppruna þá er líklegt að skáldin tvö í Widsiþ sem skáldið kallar „vit Skillingur," hafi líka kveðist á í víxlkveðandi annað hvort vísuorð: Ég stakk upp á þessu við prófessor Kemp Malone þegar hann var að vinna að fyrstu útgáfu kvæðisins Widsith (London 1936) vegna þess, að mér var kunnugt um, hvernig finnskir Kalevala kvæðamenn iðkuðu hana í kvæðum sínum. Þá datt mér ekki í hug, að ég mundi finna na- kvæmlega sömu aðferðina í Sturlungu 1950. Að sjálfsögðu getur Malone um greinar mínar um víxlkveðandi í Skírni, Budkavlen og Arv (á ensku) 1951 í annarri útgáfu sinni af Widsith (Khöfn 1962)- Sú bók var tileinkuð mér og þótti mér vænt um. Síðan hef ég birt aðra grein um „Víxlkveðandi og Andsvarasöng“ í Skirni 1962, en sú grein stendur í mörgu til bóta. Það er álit margra fræðimanna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.