Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1965, Side 28

Eimreiðin - 01.09.1965, Side 28
224 EIMREIÐIN kveða sýnilega merkir söng í þessum tilfellum og úr því að hún líka er notuð til þess að kveða 'rímur og mansöngva, eftir danslögum eða hymnaháttum, þá virðast mér meiri líkur til þess, að þau kvæði í Eddukvæðum, sem kallaðar eru kviður, sem sýnilega eru líka dregnar af sögninni að kveða — hafi upphaflega verið annaðhvort sungin eða kveðin. Þetta er líka álit prófessors Otto Anderssons, mesta fræðimanns, sem nú er uppi í músík á Norðurlöndum, eink- um þjóðlögum allra landanna. Hann er einskonar Ólafur Davíðs- son og Bjarni Þorsteinsson, þeirra Finnlendinganna. Hann komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa kynnst íslenzkum rímnalögum, ef til vill fyrst í hinni ágætu ritgerð tónskáldsins Jóns Leifs í Skírni. Otto Andersson heldur líka, að Finnar hafi lært Kalevalaháttinn af norrænu fornyrðislagi. Nú var þetta sama fornyrðislag notað við Bjólfskviðu, sem oft var sungin við hörpu eins og kvæði Cæd- mons, hins fyrsta biblíuljóðaskálds á Englandi, og eins og Kalevala er jafnaðarlegast sungið við Kantele. En úr því að Andersson álykt- aði, að Kalevalahátturinn væri germanskur, eða norrænn, löngu áður en honum datt það í hug, að víxlkveðandi væri af germönskum uppruna, þá hlýtur sönnun þess að vega óvenju sterkt um uppruna háttarins sjálfs. Á hinn bóginn hefur þessi einnar línu háttur, svo sem áður segir, breytzt í átta vísuorða fornyrðislagserindi, sem Bjarni Þorsteinsson geymir og Þórarinn Jónsson hefur raddsett svo snilld- arlega (Ár var alda). Nú getur maður ekki rekið sig úr skugga um það, að kvæða- mennirnir í Sturlungu, svartklæddir og grákollóttir, kynnu að hafa verið munkar eins og vísa sú, er þeir kveða virðist fullkomlega kristileg, þar sem hún endar á efsta dómi. Minnir þetta á dæmm í Þjóðsögunum, sem auðvitað eru kristileg. Hinar vísurnar í Sturl- ungu eru nokkuð heiðinlegri. Hins vegar er ég ekki í vafa um það, að víxlkveðandin eins og henni er lýst þarna og hjá Kalevalakvæða- mönnum og lappneskum galdramönnum, hefur verið aðferð Óðins og beztu galdramanna á Norðurlöndum, til þess að falla í dá og fljúga úr líkamanum. Annars mundi hún tæplega hafa orðið svo lífseig meðal Finna og Lappa, mestu galdramanna á Norðurlöndum- Gaman væri ef sönggyðjurnar í Ódysseifskviðu hefðu kunnað sömn aðferð, en að minnsta kosti er sagt, að þær hafi kveðið á víxl yf*1 Achillesi dauðum. Styrkir mann það heldur í þeirri trú, að víxl- kveðandi hafi a. m. k. verið forkristileg. Annars er víxlkveðandi annað orð fyrir hliðstæðulist eða endurtekningarlist og er hún að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.