Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1965, Side 34

Eimreiðin - 01.09.1965, Side 34
230 EIMREIÐIN um eitt þúsund orð; það má segja að spart og hnitmiðað orðaval sé aðalsmerki þeirra. „Sagan a£ hvalnum“ hefst á þessa leið: „Það var árið ’71, að mig minnir, sem ég var á hvalfangaranum „Parallel Opipedon“ í Suðurhöfum. Dag nokkurn eftir að ógæfan hafði elt okkur um langt skeið, vildi svo til að við komumst í var við eyna Tanzatatapoo. Þar lágum við í nokkra sólarhringa og höfðum ekki byr; enda þótt efsta rásegl á mið- siglu væri haft uppi, svo og stórseglið á framsiglu og fokkurnar báðar. .. mjakaðist skipið ekki úr stað. Veðrið var ákaflega heitt og mollulegt, og skipstjórinn gekk fram og aftur í lyft- ingu og reyndi að kæla sig. Hásetarnir dunduðu við að sand- steinsrífa þilfarið; við hinir snæddum rjómaís frammi á.“ Þessi saga ber nokkurn keim af frásögnum Louis Stevensons úr Suðurhöfum. Það er hraði og ákefð í stílnum, og það leynir sér ekki, að hinn ungi höfundur telur það ekki ónýtt að koma á frani- færi þekkingu sinni á skipum. Að „sandsteinsrífa“ þýðir t. d. að fága þilfarið. I sögunni kemur fyrir orðið „monkey-rail“, sem ég hef grun um að sé misritun á orðinu „monkey-tail“ — apaskott, en svo nefnist stuttur járnfleygur á sjómannamáli, eins og fram kemur í sögum Marryats, þar sem sjómenn eru látnir ríma það við „nail' - Nafn eyjarinnar, Tanzatatapoo, er uppfinning höfundar, eins og Kinkanja, nafnið á eynni í „The Cocktail Party“. Snilligáfa Eliots varðandi táknrænar nafngiftir hefur snemma látið á sér bera. Ekki verður heiti skipsins, „Parallel Opipedon", heldur fundið í skrám yfir hvalfangara frá því um 1870, og mun vart að undra — þar mun um orðaleik að ræða, sem leggja mundi hvern ástríðuhaldinn gagn- rýnanda á sjálfs sín bragði. Sakar ekki að geta þess í því sambandi, að Eliot lét líða á löngu áður en hann lét uppskátt opinberlega, að skýringargreinarnar við „The Waste Land“ væru af svipuðum toga spunnar. Ekki eltist það heldur af honum að hafa gaman af glettnum orðaleikjum. Ein a£ persónunum í „The Confidential Clerk“ ber nafnið Lucasta Angel, en henni er lýst þannig af annarri persónunni í leikritinu, að hún sé „heldur flöktandi“. Það, sem einkennir þó „Söguna af hvalnum" fyrst og fremst er það, hve miklu efni er komið þar fyrir í fám orðum. í þeim tilvitnunar- setningum, sem hér fara á eftir, er nægt frásagnarefni á fimmtíu blaðsíður. Skipverjar koma auga á hval, elta hann uppi, og sögumaðurinn, sem er hvalaskyttan, stekkur um borð í léttibátinn. Hann skutlar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.