Eimreiðin - 01.05.1966, Side 17
MENNWG SVEITANNA
105
verzlun og ennfremur þilskipaútgerðinni á Vesturlandi, út úr land-
ínu, því að auk þess, sem meginhluti verzlunarinnar var enn í hönd-
um danskra selstöðukaupmanna, höfðu ýmsir þeir íslenzku kaup-
menn, sem hafið höfðu verzlun í samkeppni og gegn andúð hinn-
ar dönsku kaupmannastéttar og reynzt hagsýnir gróðamenn, tekið
upp þann hátt dönsku kaupmannanna að búa í Kaupmannahöfn.
Svo varð þá sízt breyting á þeirri þróun, að fólki fækkaði í sveitun-
um, en fjölgaði í þorpum og bæjum og ný þorp mynduðust, enda
var þessi þróun sú sama og fyrir löngu var hafin í öllum menning-
arlöndum heims, en okkar hlutskipti hafði orðið hinnar mergsognu
°g afræktu nýlendu.
Mjög var rætt um það í þennan tíma og síðar — raunar hefur það
kveðið við allt til þessa, —. að fólkið, sem settist að eða yxi upp í
þorpum og bæjum — eða á mölinni, eins og það hefur verið kallað,
yrði hálfgildings skríll, börn og unglingar hlytu ekki sæmilega
fræðslu, nytu ekki eins vænlegs uppeldis og jafnaldrar þeirra í
sveitunum, afræktu íslenzka menningu og öpuðu í ýmsu eftir illa
siðuðum útlendingum. Og víst var um það, að allvíða í þorpum og
bæjum þeirrar tíðar nutu börn og unglingar mjög lítillar fræðslu —
°g mörg engrar, — og voru það að vonum ekki sízt börn þeirra
heimila, sem höfðu mikla ómegð. Og unglingafræðslu nutu nauða-
fáir, aðrir framhaldsskólar ekki til en Lærði skólinn og gagnfræða-
skólarnir á Möðruvöllum í Hörgárdal og síðar á Akureyri — og í
f'lensborg í Hafnarfirði, — og svo kvennaskólar og sérskólar fyrir
bænda- og skipstjóraefni. Þeir, sem voru sveitunum hliðhollastir,
töldu mikinn mun fræðslu og uppeldis þar eða í fjölbýlinu við sjó-
inn, en þó hafði fræðsluskilyrðunr í sveitum landsins hrakað að
nrinnsta kosti nreð tilliti til breyttra aðstæðna og þarfa á fjölbreytt-
ari þekkingu en áður, en í öllum bæjunum og mörgunr þorpanna
höfðu verið stofnaðir barnaskólar, senr allmargt barna hafði skil-
yrði til að sækja.
En eftir því sem bæði bæir og þorp urðu fjölmennari, sakir auk-
mna og bættra atvinnuskilyrða, fjölbreyttara viðskiptalífs og vax-
andi fjármagns, varð ráðamönnum þjóðarinnar það ljósara, að
ástandið í fræðslumálununr var orðið óviðunandi — í rauninni
hvarvetna á landinu. Á heimilin var engan veginn treystandi sem
hina einu skóla fjölmargra uppvaxandi borgara — og raunar ekki