Eimreiðin - 01.05.1966, Qupperneq 19
MENNING SVEITANNA
107
liændaheimilin hafa útvarp, símasamband við sveitina og landið
allt, — þau eiga langflest einhver vélknúin farartæki, sum fleiri en
eitt, og auk alls þessa eru víða daglegar ferðir rnilli hvers býlis og
viðskiptamiðstöðva héraðanna. En fámennið á heimilunum veld-
l*r því, að tómstundir til menningarauka verða fáar og stuttar — og
þá einkanlega til framlags á menningarlegum vettvangi, hvort held-
ur er á eigin liönd eða í samstarfi við aðra, en það er sá hluti menn-
uigarlegrar viðleitni, sem er hvort tveggja í senn, vænlegastur til
persónulegs þroska og mikilvægastur samfélaginu.
Barlómur og vanmat.
Eg efast ekki um, að ýmsir hafi leitt hugann að þessunr málum
~~ og þá ekki sízt bændurnir sjálfir. Hins vegar er svo það, að ég
hef furðulítið séð um þau skrifað, og ég minnist ekki í fljótu bragði
neins bónda, sem hafi gert hinn menningarlega vanda, sem fá-
niennið í sveitunum veldur, opinberlega að umtalsefni og bent á
nauðsyn þess, að fundin yrðu árangursrík ráð til úrbóta. Aftur á
nróti er það algengt, að bændur taki skörulega til máls á opinberunt
vettvangi um búskaparhætti, verð á nauðsynjunr sínum og afurð-
nnr, lánsmöguleika og lánskjör og um mat annarra stétta á störfum
°g' framtaki bændastéttarinnar og á hlutdeild hennar í afkonru
þjóðarinnar.
En þó að efnahagsmál bændastéttarinnar séu henni og þjóðinni
allri mikilvæg og stundum allt annað en auðleyst, eru þau að
nrtnni hyggju ekki eins torvelt viðfangsefni og ekki annað eins
þjóðernislegt vandamál og menningarleg aðstaða og hlutdeild
sveitafólksins. Á efnahagsmálum bænda mun ávallt verða ráðin
lJót, þegar í harðbakann slær, svo mjög sem þau koma við þjóðina
alla, og stjórnmálaflokkarnir eru það viðkvæmir fyrir hylli kjós-
enda, að þeir láta sig muna um minna en þúsundir atkvæða bænda
°g skylduliðs þeirra. En þörfin í menningarmálum sveitanna er ekki
ems aðgangsfrek og fallin lán og afsagðir víxlar, — alþjóð hún eng-
an veginn ljós og máski ekki lrreinn meirihluti þingmanna, sem
fús er að verja tugmilljónum til úrbóta, enda ekki vísara en víst, að
þar gildi til fulls mælikvarði bóndans, sem hafði komið syni sínum
bl náms og undraðist eftir heimkomu hans, hve lítið hann hefði
|tert, svo miklu sem til námsins hefur verið kostað í „mör og pen-
ingum.“